Spurt og svarað

Forsíðugreinar sem ekki eru óflokkaðar birtast ekki...

Lýsing:

Þegar forsíðutengill er stilltur þannig að hann hirðir upp allar forsíðugreinar (Featured articles) óháð flokkum birtast aðeins þær greinar sem eru óflokkaðar (tilheyra 'Uncatagorised' flokknum).

Ástæða:

Í tenglakerfinu er hægt að stilla til hvernig greinar og greinaflokkar raðast í birtingu. Þessi stilling er yfirleitt sjálfgefið stillt á 'Use Global'. Þessi 'Global' stilling er síðan sjálfgefið svokölluð 'Catagory Manager Order' sem þýðir í raun að sú röðun sem efnisflokkarnir eru settir inn ráða því hvernig greinarnar raðast í birtingu, þ.e. greinarnar sem tilheyra efsta flokknum í kerfinu eru allar birtar fyrst, í stafrófsröð, síðan allar greinar seim tilheyra flokki númer 2 og svo framvegis. Óflokkaðar greinar eru því alltaf fremst þar sem 'Uncatagorised' flokkurinn er eini efnisflokkurinn sem er búin til við uppsetningu kerfisins.

Lausn:

Lausnin liggur í tenglinum sjálfum. Farið er inn í viðkomandi valmyndartengil og þar er smellt á 'Layout' flipann. þar er valið að birta alla efnisflokka (All Catagories) í efsta reitnum (Select Catagories) en ekki þarf að velja fleiri flokka nema ætlunin sé að útiloka einhverja efnisflokka. Lykillinn að lausn vandans liggur síðan aðeins neðar í þessari sýn, þ.e. í 'Catagory Order' fellilistanum. Þar þurfum við að stilla kerfið þannig að það fylgi ekki efnisflokkaröðun og því veljum við 'No Order' úr þessum lista. Þegar tengillinn er vistaður er málið leyst.