Spurt og svarað

Youtube eða Vimeo myndband í grein

Spurning:

Nú er búið að opna á að við notum Youtube til að setja inn myndbönd á heimasíðurnar. Hvernig er það gert?

Svar:
Til að setja myndaband af Vimeo eða Youtube inn í grein:

  • Opnaðu greinaritilinn
  • Smelltu á 'Insert / Edit media' hnappinn
  • Límdu slóðina á Vimeo eða Youtube myndbandið inn í 'URL' reitinn í sprettiglugganum
  • Ef þörf er á geturðu breytt hæð og breidd spilarans með því að setja inn gildi í 'Dimensions' reitina
  • Vistaðu (með 'Insert' takkanum neðst í glugganum) og lokaðu sprettiglugganum
  • Vistaðu greinina