Spurt og svarað

Myndir í greinar í Joomla 3

Spurning:

Þegar unnið er í article og mynd sett inn sem popup - færist textinn neðst. Ef mynd er ekki sett í popup er textinn efst. Er hægt að laga það þannig að textinn haldist neðst þrátt fyrir að popup sé sett á myndina?

Er bara hægt að setja inn eina mynd með hverri frétt?

Svar:

Popup virknin 'þvingar' textann niðurfyrir myndina. Það er því betra að reikna með því að myndin taki pláss í greininni þegar greinin er búin til.

Þegar mynd er sett inn í grein er hægt að stýra því hvernig textinn hegðar sér með því að ánafna myndinni hliðrun (hægri, vinstri, miðju osfrv.) og velja 'wrap' (skilgreina hvort textinn fær að 'umlykja' myndina eða ekki).

Hægt er að birta nokkrar myndir í röð, með popup virkni, með því að setja myndirnar í töflu (sjá til dæmis http://langholtsskoli.is/190-uncategorised/1435-norraena-skolahlaupidh) en þá þarf að passa að myndirnar séu ekki það stórar að þær 'sprengi' breiddina á textasvæðinu. Það er hægt að setja eins margar myndir og þú vilt með hverri grein, en aðeins er hægt að nota tvær myndir undir 'Myndir og tenglar' (Images and links í bakenda) flipanum. Aðra sem 'blog layout' mynd og hina sem 'aðalmynd' í greininni. Það þýðir ekki að það megi ekki vera fleiri myndir en þessar í greininni, heldur notar kerfið 'preview' myndina til að 'fegra' birtingu greina eins og er til dæmis á forsíðu Joomlahjálparinnar okkar.