Spurt og svarað

Birting á 'MOV' skrám á vef

Spurning:
Er hægt að birta MOV fæla á vefsíðunni (video tekið á IPad)?

Svar:
MOV skrár eru yfir höfuð ekki birt á vefjum þar sem það er tiltölulega óþjappað og því eru fáir spilarar sem vilja eyða orku í að spila þetta format. Notaðu MP4, M4V eða Webm format fyrir þetta og þá verðurðu í góðum gír. Ef þig vantar forrit til að breyta skránum geturðu sótt WinFF (http://winff.org/html_new/downloads.html) eða Handbrake (https://handbrake.fr/downloads.php) og þau kasta þessu í rétt form til birtingar á vefjum.