Spurt og svarað

Hvernig tek ég valmyndartengil úr birtingu?

Spurning:
Ég er með undirtengil sem er titlaður 'Samsöngur' og er undir 'Nám og kennsla' á síðunni hjá mér. Hvernig get ég tekið þennan tengil úr birtingu?

Svar:
Inni í stjórneiningu vefjarins sérðu valmynd sem heitir 'Skólinn'. Ef þú smellir á hana og færð upp tenglana sem tilheyra henni geturðu notað 'Filter' reitinn ofan við tenglatitlana til að leita að 'Samsöngur'. Þegar valmyndartengillinn er fundinn smellirðu á græna táknið í 'Status' dálkinum (hægra megin við titil tengilsins) til að taka tengilinn úr birtingu. Ef þú vilt eyða þessum tengli alveg hakarðu framan við tengilinn og smellir á 'Trash' táknið í táknavalmyndinni efst til hægri.