Upplýsingaskjáir
-
Pöntun á upplýsingaskjákerfi
-
Upplýsingaskjáir
UTD hefur undanfarin ár boðið þeim stofnunum sem eru með Joomla vefi upp á uppsetningu upplýsingaskjáhugbúnaðar. Hugbúnaðurinn er tengdur vef viðkomandi stofnunar þannig að engrar auka innskráningar er krafist og hægt er að birta það efni sem birt er á skjánum á heimasíðu viðkomandi stofnunar, án auka utanumhalds.
Upplýsingaskjáir innihalda meðal annars:
- Merki skóla / stofnunar
- Klukku
- Matseðil dagsins (með fyrirvara um hvaða matseðil verið er að nota á vef skólans / stofnunarinnar)
- Komandi viðburðir (með fyrirvara um hvaða viðburðadagatal er verið að nota á vef skólans / stofnunarinnar)
- Veðurupplýsingar
- Upplýsingar um loftgæði
- Svæði fyrir 'rúllandi' greinar
Að auki er hægt að fá:
- Auka svæði fyrir fastar upplýsingar / tilkynningar (til dæmis forföll)
- Auka svæði fyrir myndasýningu / slideshow
- Sérsniðin bakgrunn eftir litaþema í merki skólans
Sá vélbúnaður sem stofnunin þarf á að halda til að birta upplýsingaskjái er afskaplega einfaldur. Gömul fartölva eða ódýr smátölva sem getur birt vefsíður og stór tölvuskjár duga í flestum tilfellum.