Nýtt útlit á nýja útgáfu af leikskólavefjum

Nú er komið að uppfærslum á um 20 leikskólavefjum og af því tilefni er tilvalið að skipta út gamla útlitinu fyrir nýtt sem er spjaldtækjavænna og hentar betur.

Meðfylgjandi mynd er tekin af vefsíðu leikskólans engjaborgar fyrir og eftir breytingu, en hafa ber í huga að bakgrunn og 'banner' vefjarins er hægt að breyta sé þess óskað.

Lesa >>

Bilun í matseðli

Eftir uppfærslur á vefkerfinu eru stillingar á bak við UTD matseðilinn í stjórneiningu vefjarins óaðgengilegar. Málið er komið í hendurnar á forritara til að reyna að finna út úr þessu og laga. Vinsamlegast sýnið biðlund þar til málið er leyst.

Kennsluefni frá Joomlashine

Nú eru snillingarnir í Joomlashine búnir að uppfæra sínar Joomla leiðbeiningar. Um er að ræða 156 blaðsíðna bækling og er farið ansi vel í kerfið sjálft en einnig efnisvinnslu og undirbúning, sem nýtist hverjum þeim sem vinnur efni fyrir vefi, ekki aðeins í Joomla heldur vefi almennt.

Skoða bókina

Fleiri greinar...