Vefir liggja niðri vegna galla í uppfærslu!

Í morgun lentum við í því að uppfærsla sem var keyrð inn á grunn- og leikskólavefi lenti í alvarlegum árekstri við þann hugbúnað sem er settur upp á þjónunum hjá okkur með þeim afleiðingum að 24 vefir eru algerlega dottnir út. Unnið er að viðgerð en þeir aðilar sem bjuggu til uppfærsluna eru að skoða málið með okkur.

Tiltekt á vefþjónum!

Nú stendur yfir tiltekt á vefþjónum grunn- og leikskóla, þar sem við erum að fara að færa okkur yfir á nýja þjóna og því viljum við flytja sem minnst af óþarfa gögnum með okkur. Af þeim sökum verður öllum eldri vefjum þeirra skóla sem þegar hafa fengið nýja vefi, pakkað niður í kassa og þeir teknir úr birtingu. Hægt verður að fá gögn af vefjunum afhent í þjappaðri skrá ef þess er óskað.

Stefnt er á að allir 123 Joomla vefirnir okkar verði komnir yfir á nýja þjóna og upp í Joomla 3 eða nýrra kerfi fyrir lok sumars.

Vegna póstsendinga af vefjum skólanna

Eftir flutning skóla yfir í Office 365 póst hefur borið talsvert á að póstsendingar af vefjum skólanna eru ekki að berast. Unnið er að lausn vandamálsins en þar sem lausnin felst í breytingum sem þarf að gera á hverju einasta eyðublaði á vefjum skólanna er um tímafreka aðgerð að ræða.

Lesa >>

Uppfærsla á ritli - 28.11.2016

Nú er komin út ný útgáfa af Joomla Content Editor (JCE) sem er greinaritillinn sem við höfum notað á alla Joomla vefi borgarinnar. Þessi uppfærsla boðar talsverðar breytingar á aðgengi að frumkóða á bak við greinar og sértækar viðbætur. Ef þú ert í vandræðum með ritilinn eftir uppfærslu. Lestu þá áfram.

Lesa >>

Uppfærsla þann 25.10.2016

Allir Joomla 3 vefir borgarinnar hafa nú verið uppfærðir í útgáfu 3.6.4 en um er að ræða öryggisuppfærslu sem tekur meðal annars á galla í kjarna kerfisins sem gerði innskráðum notendum kleift (með talsverðu hakki) að hækka sinn eigin aðgang upp í stjórnendaaðgang og hafa þannig kost á að fikta í hlutum sem þau áttu ekkert að hafa aðgang að. Þetta hefur hér með verið lagfært og viljum við hvetja alla þá sem ekki hafa þegar uppfært sína vefi að gera það hið allra fyrsta.