80 milljón niðurhöl!

Nú hefur Joomla! vefumsjónarkerfið náð þeim markverða árangri að hafa verið hlaðið niður yfir 80 milljón sinnum. Til að halda upp á þennan stórkostlega árangur ætlar undirritaður að fá sér súkkulaði með síðdegiskaffinu í dag :)

Sjá nánar >>

Joomla dagurinn í Hamborg

Dagana 18. og 19. september 2015 standa Joomla dagar yfir í Hamborg. Meðal þess sem verður á dagskrá eru kynningar og námsstefnur frá hinu frábæra Yootheme teymi (http://yootheme.com) sem hefur framleitt þemu og viðbætur fyrir Joomla undanfarin 8 ár og er leiðandi á markaðnum.

Verkbeiðnir í gegn um Joomlahjálp UTD

Eins og glöggir notendur sjá er nú hægt að senda verkbeiðnir beint til UTD í gegn um vefinn hjá okkur. Vinsamlegast athugið að þessar beiðnir fara beint inn í beiðnakerfið okkar þar sem þær eru flokkaðar sem Joomla tengdar beiðnir. Því eiga eingöngu beiðnir sem lúta að uppsetningu, viðhaldi eða notkun Joomla vefja hjá Reykjavíkurborg að fara hér í gegn.

Joomla 3!

Í september 2014 var Joomla 3 hleypt af stokkunum. Joomla 2.5 hefur verið lagt af og unnið er að flutningi allra Joomla vefja borgarinnar yfir í Joomla 3.

Það eru þrír hlutir sem þú verður að vita varðandi Joomla 3:

Hvað er svona geggjað við Joomla 3? Mobile.

Þessi útgáfa færir Joomla fremst meðal jafningja varðandi notkun á farsímum og spjaldtölvum.

Lesa >>

Ný hýsing - betri tímar

Nú höfum við tekið nýja hýsingarþjóna í notkun og þeir vefir sem voru að lenda í vandræðum eftir uppfærslur hafa verið fluttir á þessa nýju þjóna. Unnið er að því að flytja þá 96 vefi sem eru enn á gömlum þjónum hjá okkur yfir á nýju hýsinguna en þetta tekur allt sinn tíma.

Lesa >>

Fleiri greinar...