Uppfærslur í Joomla 3.7

Mánudaginn 24. apríl voru allir Joomla vefir borgarinnar uppfærðir upp í útgáfu 3.7. Við þessa uppfærslu byrjaði kerfið að vara notendur við því að vefþjónarnir sem þjóna vefjunum eru að nota eldri útgáfu af PHP. Þetta stendur allt til bóta þar sem við erum að taka í notkun nýja vefþjóna og verða vefirnir allir færðir á nýja þjóna í byrjun maí.

Lesa >>

Uppfærsla á Ignite Gallery

Nú stendur yfir uppfærsla á Ignite Gallery myndasafnsforritinu á þeim Joomla vefjum borgarinnar sem nota það. Uppfærslan ætti að ganga slysalaust fyrir sig en ef notendur taka eftir einhverjum óæskilegum breytingum á myndasöfnum eftir uppfærslu þarf að senda beiðni á UTD vegna Ignite Gallery.

Google Classroom fyrir grunnskóla

Við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum varðandi Google Classroom fyrir grunnskóla borgarinnar en nokkrir grunnskólanna hafa þegar tekið þessa þjónustu upp.

Lesa >>

Skráning vefumsjónarfólks

Í byrjun skólaárs er gott að uppfæra hjá okkur lista yfir vefumsjónarfólk stofnana borgarinnar. Tilgangur slíkrar skráningar er að auka upplýsingaflæði og viðbragðstíma ef eitthvað ber út af. Þegar námskeiðshald vegna vefumsjónar er skipulagt, er farið eftir lista yfir skráð vefumsjónarfólk.

Skrá mig

Fleiri greinar...