Um Pydio

Pydio er skjalavistunar- og deilingarkerfi sem er búið að vera í þróun í nokkur ár. Kerfið hét áður AjaxPlorer og var þá kenndur við JavaScript safnið Ajax, en megin uppistaðan í virkni kerfisins var skrifuð í Ajax. Á undanförnum árum hefur kerfisgrunnurinn breyst talsvert og kerfið er orðið 'ský' miðaðaðra en upprunalega hönnunin bauð upp á og því þótti við hæfi að skipta um nafn á kerfinu. Kerfið ber nú nafnið Pydio sem er skammstöfun fyrir Put Your Data In Orbit.

Þrátt fyrir að vera 'Open Source', þ.e. frítt og óháð kerfi, býður Pydio upp á fjölmarga skemmtilega möguleika, en þeirra á meðal eru:

Skjalaskoðari fyrir PDF, DOC, DOCX, XLS, ODF, ODT, TXT, HTML og fleira
Skjalaritlar fyrir DOC, DOCX, XLS, ODF, ODT, TXT og fleira
Forritunarritlar fyrir HTML, CSS, PHP og fleira
Skoðari fyrir ljósmyndir
Myndvinnsluhamur (krefst FLASH stuðnings)
Spilarar fyrir helstu hljóð- og myndskeiðsgerðir
Hópun notenda í notendahópa
Deiling á skjölum til stakra notenda og notendahópa - Krefst innskráningar
Deiling á möppum til stakra notenda og notendahópa (sem möppu, vinnusvæði eða minisite) - Krefst innskráningar
Deiling á skjölum og möppum til almennra notenda án innskráningar (minisite)

Kerfið hefur hlotið mikið lof fyrir gagnaöryggi og er í dag ein einfaldasta lausnin til að deila gögnum í kerfi sem hægt er að hýsa á eigin þjóni.

Tög: Pydio, Put Your Data In Orbit, Ský, Cloud, File sharing, Skráadeiling, Um Pydio, Skjalasafn