Joomla 3!

Í september 2014 var Joomla 3 hleypt af stokkunum. Joomla 2.5 hefur verið lagt af og unnið er að flutningi allra Joomla vefja borgarinnar yfir í Joomla 3.

Það eru þrír hlutir sem þú verður að vita varðandi Joomla 3:

Hvað er svona geggjað við Joomla 3? Mobile.

Þessi útgáfa færir Joomla fremst meðal jafningja varðandi notkun á farsímum og spjaldtölvum.

Af hverju skiptir það máli? - Samkvæmt notkunartölum og könnunum er notkun internetsins að breytast mjög hratt og að öllum líkindum verða fleiri notendur að nota internetið á snjallsíma og önnur smátæki en á hefðbundna tölvu á komandi ári. 'Mobile' útgáfan af vefnum þínum gæti því bráðum orðið meira virði fyrir þig en hefðbundna útgáfan.

Joomla 3 notar Bootstrap til að sjá til þess að bæði framendi og stjórneining vefsins þíns henti smátækjum.

Joomla verður fyrsta stóra vefkerfið til að vera 100% farsímavænt, beint úr kassanum.

Fyrir hvern er Joomla 3?

Til að byrja með hentar Joomla3 reyndari notendum, til dæmis vefhönnuðum, forriturum og fólki með mikla reynslu.

Það er ekkert sem kemur í veg fyrir, af okkar hálfu að þú byrjir strax að búa til Joomla 3 vefi, en eins og með allan hugbúnað er alger óþarfi að æða af stað, strax við fyrstu útgáfu.

Ég er að nota Joomla 2.5. Hvað geri ég núna?

Þú þarft ekki að gera baun. Joomla 2.5 er æðislegt kerfi og verður í fullu fjöri (og stutt af samfélaginu) þar til 2015.

Verður uppfærslan auðveld? - Já. Meiningin er að hægt verði að uppfæra beint úr Joomla 2.5 í Joomla 3 með því að smella á hnapp í stjórneiningu vefsins. Þú kemur til með að þurfa að athuga hvort allar viðbætur virka eðlilega eftir uppfærsluna. Hafðu samt í huga að þú þarft ekki að gera þetta fyrr en um áramótin 2015.

Ef þú ert að nota Joomla 1.0 eða Joomla 1.5 viljum við ráðleggja þér að færa vefinn upp í að minnsta kosti Joomla 2.5. Joomla 1.0 er orðið 7 ára gamalt og öllum stuðningi og uppfærslum hefur verið hætt við þá úrgáfu. Joomla 1.5 verður nærri 5 ára gamalt þegar stuðningi við það lýkur formlega, á þessu ári.