Nýtt útlit á nýja útgáfu af leikskólavefjum

Nú er komið að uppfærslum á um 20 leikskólavefjum og af því tilefni er tilvalið að skipta út gamla útlitinu fyrir nýtt sem er spjaldtækjavænna og hentar betur.

Meðfylgjandi mynd er tekin af vefsíðu leikskólans engjaborgar fyrir og eftir breytingu, en hafa ber í huga að bakgrunn og 'banner' vefjarins er hægt að breyta sé þess óskað.

Hægt er að panta uppfærslu með því að senda línu á póstfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með titlinum 'Uppfæra vefsíðu leikskólans' eða með því að fylla út eyðublað hér en við þetta tækifæri er líka gott að kíkja inn á http://joomla.reykjavik.is/joomla/skraning-vefumsjonarfolks og skrá umsjónarfólk fyrir heimasíðu skólans, en sú skráning er í flestum tilfellum úrelt.

Ekki er ólíklegt að í framhaldinu þurfi að taka til á gagnasvæði skólavefjarins en í flestum tilfellum eru bæði gamlar myndir og gömul skjöl (PDF, DOC og fleira) hangandi þar inni og taka bara pláss. Eins getur þurft að taka til í myndasöfnum og minnka þær myndir sem þar eru, ef slíkt hefur ekki verið gert áður en þeim var hlaðið upp.

Búið er að færa alla vefina yfir á nýjan vefþjón til að liðka fyrir uppfærsluferlinu, en við þá yfirfærslu úreltist sú lausn sem við höfum notað til að birta myndasöfn skólanna. Unnið er að yfirfærslu myndasafna í aðra lausn sem virkar bæði með eldri og nýrri vefjum en af þeim sökum breytist leiðin sem við þurfum að fara til að vinna með möppur og myndir í myndasöfnum.

Til að vinna með myndir á núverandi vefjum þegar nýja birtingarlausnin fyrir myndasafnið er komin í notkun er best að innskrá sig í stjórneininguna og nota JCE File Browser.

file browser

Þá opnast eftirfarandi gluggi þar sem hægt er að stofna möppur og vafra inn í þær og hlaða upp myndum, eyða þeim eða breyta þeim

file browser gluggi

Ef verið er að vinna í gegn um framenda þar sem þetta apparat er ekki sýnilegt er hægt að nota 'Insert/Edit Image' hnappinn í greinaritli til að opna upphleðsluviðmót þar sem hægt er að vinna með þetta á sama hátt.

Þegar búið er að uppfæra vefinn í nýja útgáfu af kerfinu verður þetta ferli mun einfaldara. Sjá til dæmis undir kaflanum 'JSmallFib og Single File PHP gallery' í Joomla bæklingnum okkar.