Varðandi upplýsingaskjái grunn- og leikskóla

Eins og glöggir hafa tekið eftir stendur yfir flutningur þeirra 120 Joomla vefja sem reknir eru af Reykjavíkurborg yfir á nýja hýsingarþjóna.

Þessi breyting hefur í för með sér nokkrar breytingar á rekstrarumhverfi vefjanna sem hefur í för með sér að nokkra endurforritun þarf til að uppfæra þá upplýsingaskjái sem þjóna grunn- og leikskólum í dag. Þeir skólar sem í dag eru að nota upplýsingaskjái þurfa því að sýna þolinmæði og biðlund, en uppfærsluferli á skjáhugbúnaði getur tekið nokkra stund eftir að vefurinn er fluttur á nýjan þjón.