Joomla 3 uppfærsla

Þar sem öllum stuðningi við Joomla 2.5 vefi lauk um áramótin 2014 - 2015 er orðið nauðsynlegt fyrir okkur að uppfæra alla vefi í Joomla 3. Uppfærslan sjálf tekur í flestum tilfellum um 6 til8 tíma þar sem nauðsynlegt er að endurskoða útlit og viðbætur sem eru birtar á viðkomandi vef.

Þegar uppfærsluferlið fer í gang er virkur vefur stofnunar afritaður með þeim efnistökum og myndasöfnum sem þar liggja, en ef efni er bætt inn á eldri vefinn eftir að þetta afrit er tekið þarf að færa það efni handvirkt yfir á nýja vefinn og því er nauðsynlegt að ákveða bæði útlit og viðbætur fyrir nýja vefinn áður en ferlið fer af stað, til að lágmarka þann tíma sem líður á milli afritatöku og birtingar nýs vefjar.

Nokkrir nettir punktar

 • Uppfærsluferlið útheimtir breytingar á ýmsum sértækum lausnum, til dæmis varðandi starfsmannalista, myndasafn, matseðil og höndlun og birtingu mynda í greinum og PDF skjala.
 • Ekkert þjónusturof verður á vef viðkomandi stofnunar á meðan þar sem eldri vefur er sýnilegur þar til ný uppfærður vefur er birtur.

 • Í upphafi ferlisins þjöppum við skráarsvæði vefjarins niður í skrá sem hægt er að sækja á vefinn til að flokka frá eldri gögn og hreinsa til á skráasvæðinu.
 • Myndasöfnin mega vera óbreytt nema ef verið er að halda upp á gömul myndasöfn en ekki er æskilegt að geyma myndasöfn eldri en tveggja ára á vef.
 • Gott er að nota tækifærið til að sannreyna að myndir sem birtar eru í myndasafni séu ekki stærri en 800 punktar á langhlið.
 • Myndir í rót skráasafnsins (í 'images' möppunni) væri gott að færa annað, til dæmis búa til möppu sem heitir 'starfsfólk' og færa starfsmannamyndir þangað, búa til möppu sem heitir 'frettamyndir' og mögulega möppur með ári þar undir (til dæmis frettamyndir/2018) og færa myndir sem eru í greinum þangað.
 • Gott er að nota tækifærið til að sannreyna að myndir í greinum séu ekki stærri en 1000 punktar á langhlið og að starfsmannamyndir séu ekki stærri en 250 punktar á langhlið.
 • Öll PDF skjöl er hægt að fjarlægja úr skráasvæðinu og velja úr þau sem á að birta. Gott er að búa til möppu sem heitir 'PDF' þar sem við getum nálgast þau, en þau verða hýst á útværri þjónustu á endanum.
 • Við erum enn í vandræðum varðandi myndskeið þar sem veflægir miðlar eins og Vimeo og Youtube eru ekki GDPR samhæfðir. Því þurfum við að nota okkar eigin vefhýsingu til að hýsa vídeóin enn sem komið er og þá skiptir öllu máli að vista þau á vefvænu formi. Ef þið viljið get ég kíkt á þann hluta fyrir ykkur og fært þau myndskeið sem þurfa að vera til staðar yfir á vefvænt form. Þið þurfið þó að yfirfara hvaða myndskeið (ef nokkur) þurfa að vera sýnileg á vefnum og hvort ástæða er til að læsa aðgengi að þeim.
 • Þegar ferlið er hafið má ekki setja nýtt efni inn á gamla vefinn þar til nýr vefur hefur verið birtur þar sem það efni verður eftir á gamla vefnum þegar honum er eytt út.
 • Ferlið tekur um það bil einn virkan dag en svo getur tekið allt að tvo daga í viðbót að 'fínpússa' og gera nýjan vef fullvirkan.

Eftir uppfærslur er hægt að fá tveggja tíma heimsókn þar sem farið er yfir þær breytingar sem orðið hafa en gott er að eigandi gefi sér nokkra daga til að kynnast nýju kerfi og taka niður spurningarlista sem hægt er að vinna með þegar að heimsókn kemur.