Tiltekt og uppfærsla

 • Tiltekt og uppfærsla - Skráning

 • Tiltekt og uppfærsla - Lesningin

  Nú eru skólarnir hægt og rólega að færa sig yfir í nýtt útlit. Sjá til dæmis: 

  Uppfærsluferlið krefst þess að við tökum talsvert til í þeim gögnum sem liggja á vefsvæðinu en mögulega þarf einnig að endurskipuleggja aðeins í valmyndum til að einfalda þær og loka á birtingu úreltra gagna.

  Nokkrir nettir punktar varðandi tiltekt

  Tiltektin hefst með því að afrit er tekið af skráasvæðinu og það vistað sem þjöppuð skrá á vefrótinni. Skráin er aðgengileg á vefslóð skólans sem https://[skólalénið].is/images.zip 

  Þessa skrá ættuð þið að sækja sem fyrst ef þið viljið eiga eitthvað af þessum gögnum á sameign hjá ykkur þar sem lokaskref tiltektarinnar er að eyða skránni af vefsvæðinu.

  Þær myndir og PDF skjöl sem eru sýnileg á vefnum í dag sæki ég til mín og minnka. Myndir í starfsmannalista eiga að vera 250 px á langhlið, myndir í greinum að hámarki 1000 px á langhlið og myndir í myndasafni 800 px á langhlið. Ég hef þó ekki verið að geyma myndasöfn eldri en tveggja ára á vef þar sem tölfræðin sýnir að gögn eldri en tveggja ára eru afskaplega sjaldan skoðuð og þá eru það einna helst einstaklingar sem eru að vinna við viðkomandi stofnun sem eru að skoða slík gögn. Því ættu þau ekki að hanga á vefnum heldur liggja á sameign eða veflægu drifi skólans.

  Möppustrúktúrinn verður einfaldaður og í stað þess að hafa fjöldan allan af möppum á vefsvæðinu sem eru aldrei notaðar (í nokkrum tilfellum höfum við séð 30 möppur í rót svæðisins) en þær verða bara fjórar. 

  • banners (Inniheldur myndir sem notaðar eru í útliti vefjarins, til dæmis lógó, borðamyndir og tenglamyndir) 
  • myndasafn (Segir sig sjálft) 
  • frettamyndir (Inniheldur myndir sem notaðar eru í fréttum. Undir þessari möppu eru árstengdar möppur, til dæmis 2019) 
  • starfsfolk (Inniheldur starfsmannamyndir. Undir þessari möppu eru myndirnar flokkaðar í deildir)

  Stranglega bannað (og algerlega óþarft) er að vista myndir og gögn í rót skráasvæðisins þar sem þau týnast í kraðaki (við höfum séð hátt í 500 skrár af ýmsum stærðum og gerðum í rót svæðisins, þ.e. utan við þessar 30 möppur sem eru þar líka).

  Í framhaldinu þurfið þið svo að temja ykkur að minnka myndir og vista þær á sínum stað, auk þess sem þið þurfið að kynna ykkur notkun á 'Myndir og tenglar' (í framenda) eða 'Images and links' (í stjórneiningu) flipanum, sem er nýr í ritham vefjarins og er notaður til að stílfæra birtingu forsíðugreina og starfsmannalista svo eitthvað sé nefnt. 

  Sjá: 

  Uppfærsluferlið útheimtir breytingar á ýmsum sértækum lausnum, til dæmis varðandi starfsmannalista, myndasafn, matseðil og höndlun og birtingu mynda í greinum og PDF skjala.

  Á meðan ferlið er í gangi setjum við 'front' á heimasíðuna sem lætur fólk vita að unnið sé að uppfærslum og breytingum á vefnum. 

  Myndasöfnin mega vera óbreytt nema ef verið er að halda upp á gömul myndasöfn en ekki er æskilegt að geyma myndasöfn eldri en tveggja ára á vef.

  Öll PDF skjöl er hægt að fjarlægja úr skráasvæðinu og velja úr þau sem á að birta. Gott er að búa til möppu sem heitir 'PDF' þar sem við getum nálgast þau, en þau verða hýst á útværri þjónustu eða í sértækri skjalavistunarlausn á vefnum sjálfum á endanum.

  Við erum enn í vandræðum varðandi myndskeið þar sem veflægir miðlar eins og Vimeo og Youtube eru ekki GDPR samhæfðir. Því þurfum við að nota okkar eigin vefhýsingu til að hýsa vídeóin enn sem komið er og þá skiptir öllu máli að vista þau á vefvænu formi. Ef þið viljið get ég kíkt á þann hluta fyrir ykkur og fært þau myndskeið sem þurfa að vera til staðar yfir á vefvænt form. Þið þurfið þó að yfirfara hvaða myndskeið (ef nokkur) þurfa að vera sýnileg á vefnum og hvort ástæða er til að læsa aðgengi að þeim.

  Ferlið tekur um það bil einn virkan dag en svo getur tekið allt að tvo daga í viðbót að 'fínpússa' og gera nýjan vef fullvirkan.

  Þegar ferlinu er lokið og nýr vefur komin í loftið vil ég biðja ykkur að prófa ykkur áfram með nýja vefinn og setja niður á blað lista yfir þau atriði sem þið mynduð vilja fara yfir eða fínpússa með mér. Í framhaldinu megið þið senda mér fundarboð í Outlook þar sem þið boðið mig á tveggja tíma vinnufund og setjið skólann sem fundarstað, en mér þykir lang best að kenna á þetta í því umhverfi sem þið eruð að vinna í dags daglega. Það skiptir ekki mestu máli hvort ég er bókaður til ykkar fyrir eða eftir hádegi, en ef fundurinn er fyrir hádegi er hentug tímasetning frá 10 til 12 og eftir hádegi hentar mér best frá 13:30 til 15:30 þar sem ég þarf að reikna með ferðatíma til og frá Borgartúninu.

  Endilega heyrið í mér í síma 411-1957 ef einhverjar spurningar vakna áður en ég get hafið ferlið.

  Svo getið þið líka kíkt á suma af uppfærðu vefjunum: 

  Útfærslur á starfsmannalista eru til dæmis: 

  Hjálparslóðir (verður einnig aðgengilegt í stoðtenglavalmynd á nýju síðunni ykkar) 

  Frí Joomla námskeið (ég mæli eindregið með að þið nýtið þau, þetta kostar ekkert nema tíma)