Stjórneining Joomla - Efri valmyndin

Article Index

Efri valmyndin

Efri valmynd stjórneiningarinnar er skipt í nokkra hluta.

  • System fellilistinn gefur aðgang að kerfistengdum stillingum og upplýsingum. Hér er til dæmis hægt að nálgast tengilinn 'Global Check-In' sem losar skriflása af læstum greinum, valmyndartenglum og viðbótum.
  • Users fellilistinn gefur aðgang að notendum, notendahópum og stillingum tengdum þeim
  • Menus fellilistinn gefur aðgang að valmyndum og valmyndartenglum og stillingum tengdum þeim
  • Content fellilistinn gefur aðgang að efnistökum. Þ.e. flokkum og greinum.
  • Components fellilistinn gefur aðgang að hinum eiginlegu ílagsforritum (components) sem notaðar eru til birtingar efnis á vefnum. Á meðal þess sem er aðgengilegt hér eru viðburðadagatöl, myndasöfn, tenglasöfn, gestabækur, matseðlar og starfsmanna- eða tengiliðalistar.
  • Extensions fellilistinn gefur aðgang að innsetningu og höndlun kerfisviðbóta, til dæmis að setja inn og henda út ílagsforritum (components), tungumálum, einingum (modules) og íhlutum (plugins). Einnig gefur þessi fellilisti aðgang að 'Module Manager' sem er það viðmót sem notendur nota til að búa til, breyta eða eyða út einingum á vefnum, til dæmis valmyndareiningum. Hér er einnig hægt að nálgast 'Plugin Manager' sem gefur notandanum kost á að vinna með íhluti, sem eru keyrandi í bakgrunni vefjarnins án þess að almennir notendur verði þess varir.

Hafa ber í huga að aðgengi að stillingum og upplýsingum miðast við þann notendaaðgang sem viðkomandi notandi heyrir undir. Því er ekki sjálfgefið að innskráður notandi sjái alla þá valmöguleika sem hér eru skráðir.