Stjórneining Joomla - Aðgengilegar einingar

Article Index

Aðgengilegar einingar

Stjórnborð Joomla gefur aðgang að öllum helstu stjórntækjum á forsíðu stjórneiningar, strax eftir innskráningu. Þar á meðal eru:

 • Innsetning efnis
 • Greinastjórnun
 • Efnisflokkar
 • Skjala- og skráavinnsla
 • Valmyndir
 • Viðbætur (módúlar eða einingar)
 • Notendur
 • Stillingar fyrir vefþjón
 • Útlitsþema
 • Tungumál
 • Innsetning viðbóta
 • JCE Skráavafri (sá sami og er aðgengilegur í gegn um ritil þegar unnið er með skjöl og skrár)
 • Uppfærslur og kerfistengdar stillingar

bakendi stjornbord hlidarval 01

 Að auki gefur stjórneiningin beinan aðgang að ýmsum tölfræðitengdum upplýsingum, til dæmis yfir innskráða notendur, vinsælustu greinarnar og nýjasta efnið á vefnum.

 Joomla stjórneiningin gefur beinan aðgang að tölfræðiupplýsingum

Hafa ber í huga að aðgengi að stillingum og upplýsingum miðast við þann notendaaðgang sem viðkomandi notandi heyrir undir. Því er ekki sjálfgefið að innskráður notandi sjái alla þá valmöguleika sem hér eru skráðir.