Stjórneining Joomla

Article Index

Fyrir útgáfu 3 var stjórneining Joomla kerfisins endurskrifuð með spjaldtækjavirkni í huga. Unnið var út frá þeirri hugmyndafræði að höndlun gagna í stjórneiningu ætti að vera eins auðveld og mögulegt væri óháð því hvaða tæki verið er að vinna á og því stýrikerfi sem notað er.


Notendahópar

Joomla kerfið er sett upp með stranga flokkun þegar kemur að notendahópum.

Fjórir notendahópar hafa eingöngu aðgang að framenda kerfisins, en það eru:

Public (Almennur notandi): Almennir notendur sem ekki eru krafðir um innskráningu. Efni vefjarins er sjálfgefið stílað inn á þennan notendahóp.

- Registered (Innskráður notandi): Almennir notendur sem krafðir eru um innskráningu. Þessi hópur hefur aðgang að efni sem ekki er ætlað almennum notendum án innskráningar.

- - Author (Höfundur): Efnishöfundar hafa leyfi til að búa til nýtt efni fyrir vefinn. Þessi notandi hefur ekki leyfi til að birta óbirt efni né taka efni úr birtingu. Eins hefur þessi notandi ekki leyfi til að vinna með greinar utan við þær sem tilheyra honum sjálfum.

- - - Editor (Ritstjóri): Auk þess að mega búa til nýtt efni fyrir vefinn hafa ritstjórar leyfi til að vinna með efni eftir aðra notendur og vinna með óbirt efni, sem ekki er sýnilegt notendum í fyrrgreindum notendahópum.

- - - - Publisher (Útgefandi): Eðli málsins samkvæmt er hér um að ræða notendur sem hafa leyfi til að taka efni úr birtingu og birta óbirt efni. Hægt er að stilla vefinn þannig að allar nýjar greinar fara í 'bið' þar til útgefandi hefur samþykkt birtingu þeirra.

Þrír notendahópar hafa aðgang að stjórneiningu kerfisins, en það eru:

- Manager (Útgáfustjóri): Auk þeirra réttinda sem útgefendur hafa hefur stjórnandinn kost á að innskrá sig í stjórneiningu vefjarins og vinna þar með efnisflokka og valmyndir. Útgáfustjórinn er því í raun 'vítamínbættur útgefandi'.

- - Administrator (Vefstjóri): Auk þeirra réttinda sem útgáfustjórar hafa hefur vefstjórinn réttindi til að vinna með viðbætur og notendur vefjarins, að undanskildum yfirstjórnendum. Vefstjórinn hefur í raun aðgang að öllu nema útlitsskrám og vefþjónatengdum stillingum á bak við vefinn.

- - - Super User (Yfirstjórnandi): Já nú erum við að spjalla. Hér er um að ræða notendur sem hafa aðgang að öllu sem kerfið hefur upp á að bjóða. Yfirstjórnandinn hefur óheftan aðgang að stillingum á bak við kerfið og þjónatengingum, auk þess að geta búið til nýja yfirstjórnendur og eytt hvaða notandaaðgangi sem er, nema sínum eigin.

Sérsniðnir notendahópar:

Joomla kerfið býður upp á að búa til sérsniðna notendahópa og gefa þeim hópum sértækan aðgang að greinaflokkum. Sem dæmi er hægt að búa til nýjan notendahóp undir 'Registered' hópnum, sem erfir þá öll réttindi frá þeim notendahóp (sem eru í raun engin nema að geta skoðað efni sem ætlað er innskráðum notendum). Síðan er hægt að búa til efnisflokk sem er í eigu þessa nýja notendahóps, þ.e. hægt er að gefa hópnum full skrifréttindi inn í einn (eða fleiri) efnisflokk. Þetta getur verið mjög þægilegt, til dæmis ef ætlunin er að leyfa nemendum skóla að sjá um fréttabirtingu á takmörkuðu svæði skólavefja.


Innskráning í stjórneiningu

 Stjórneining Joomla kerfisins er yfirleitt aðgengileg með því að bæta /administrator aftan við lén vefjarins (til dæmis http://joomlahjalp.utm.is/administrator/). Hægt er að breyta þessari slóð, til að auka öryggi kerfisins, en ýmsar viðbætur sem nýta sér stjórneiningarslóðina gætu hætt að virka þegar slíkt er gert og því þarf að gæta ýtrustu varfærni.

login backend


Notendaviðmótið

Notendaviðmót Joomla 3 er hannað út frá spjaldtækjavirkni með 'Bootstrap' og því skiptir engu máli hvort verið er að stjórna vefnum í gegn um borðtölvu, fartölvu, spjaldtölvu eða síma. Notandinn hefur alltaf óheftan aðgang að öllu því sem hans notendaaðgangur býður upp á.

Stjórneining Joomla 3 á 1920 X 1080 punkta skjá

 

Stjórneining Joomla 3 á 1200 X 1080 punkta skjá

Stjórneining Joomla 3 á spjaldtölvuskjá

Stjórneining Joomla 3 á litlum símaskjá


Aðgengilegar einingar

Stjórnborð Joomla gefur aðgang að öllum helstu stjórntækjum á forsíðu stjórneiningar, strax eftir innskráningu. Þar á meðal eru:

 • Innsetning efnis
 • Greinastjórnun
 • Efnisflokkar
 • Skjala- og skráavinnsla
 • Valmyndir
 • Viðbætur (módúlar eða einingar)
 • Notendur
 • Stillingar fyrir vefþjón
 • Útlitsþema
 • Tungumál
 • Innsetning viðbóta
 • JCE Skráavafri (sá sami og er aðgengilegur í gegn um ritil þegar unnið er með skjöl og skrár)
 • Uppfærslur og kerfistengdar stillingar

bakendi stjornbord hlidarval 01

 Að auki gefur stjórneiningin beinan aðgang að ýmsum tölfræðitengdum upplýsingum, til dæmis yfir innskráða notendur, vinsælustu greinarnar og nýjasta efnið á vefnum.

 Joomla stjórneiningin gefur beinan aðgang að tölfræðiupplýsingum

Hafa ber í huga að aðgengi að stillingum og upplýsingum miðast við þann notendaaðgang sem viðkomandi notandi heyrir undir. Því er ekki sjálfgefið að innskráður notandi sjái alla þá valmöguleika sem hér eru skráðir.


Efri valmyndin

Efri valmynd stjórneiningarinnar er skipt í nokkra hluta.

 • System fellilistinn gefur aðgang að kerfistengdum stillingum og upplýsingum. Hér er til dæmis hægt að nálgast tengilinn 'Global Check-In' sem losar skriflása af læstum greinum, valmyndartenglum og viðbótum.
 • Users fellilistinn gefur aðgang að notendum, notendahópum og stillingum tengdum þeim
 • Menus fellilistinn gefur aðgang að valmyndum og valmyndartenglum og stillingum tengdum þeim
 • Content fellilistinn gefur aðgang að efnistökum. Þ.e. flokkum og greinum.
 • Components fellilistinn gefur aðgang að hinum eiginlegu ílagsforritum (components) sem notaðar eru til birtingar efnis á vefnum. Á meðal þess sem er aðgengilegt hér eru viðburðadagatöl, myndasöfn, tenglasöfn, gestabækur, matseðlar og starfsmanna- eða tengiliðalistar.
 • Extensions fellilistinn gefur aðgang að innsetningu og höndlun kerfisviðbóta, til dæmis að setja inn og henda út ílagsforritum (components), tungumálum, einingum (modules) og íhlutum (plugins). Einnig gefur þessi fellilisti aðgang að 'Module Manager' sem er það viðmót sem notendur nota til að búa til, breyta eða eyða út einingum á vefnum, til dæmis valmyndareiningum. Hér er einnig hægt að nálgast 'Plugin Manager' sem gefur notandanum kost á að vinna með íhluti, sem eru keyrandi í bakgrunni vefjarnins án þess að almennir notendur verði þess varir.

Hafa ber í huga að aðgengi að stillingum og upplýsingum miðast við þann notendaaðgang sem viðkomandi notandi heyrir undir. Því er ekki sjálfgefið að innskráður notandi sjái alla þá valmöguleika sem hér eru skráðir.


 

Video Transcription

Once we've logged in you will see this screen the Joomla administrator control panel It is from the administrator that we will be doing all our work building the site Let me quicky explain the different areas of this site. Here at the top you MAY see a message box with important messages from Joomla after you have performed a new installation or upgrade. Right here in the middle we have three boxes showing the Logged in Users the popular articles and the recently added articles.

Obviously as we have no articles yet those boxes are empty. But once you start building the site they will become populated with our articles and they will be quick links to enable you to go directly to them. On the left hand side we have another collection of quick links to some of the more commonly used functions in Joomla. However all of this is also available from the menus at the top and that is where we are going to be concentrating. in this video course. If we go up to the top right we can see a cog wheel and if I click on it I can see the name of the currently logged in user and I can go to edit my account and change that name I can also log out of the administrator from here.

Next to it is the name of our web site for me it's Teemans TeaShop If I click on this I can quickly open our web site in a new window. We will be using this a lot during the lessons. so that we can easily and quickly see the changes that we have made in the administrator and how they reflect on the front end of our web site. In the top left is the Joomla logo and this will always bring us back to this screen no matter where we are. So again it's a useful quick link, a home link, back to this page. On the bottom we again have quick links to open the front end and to logout as well as a count of the number of administrators and visitors currently logged in. And finally we have the menu along the top. This is what we're going to be using most of the time to navigate our way around the Joomla administrator. Simply go to the menu and click on it once to activate it and then we can scroll down and across and select the menu item that we want.

The final link is Joomla Help Here you will find links to further resources to help you build your Joomla web site whether that's the forum or Joomla Extension Directory where you can find additional functionality to add to your web site. In later lessons we're going to look in more detail at all the relevant options and the all the tools available to you in the Joomla administrator web site to help you build your first Joomla 3 web site.