Valmyndir

Article Index

Að búa til valmynd

 Þegar notandi er innskráður í stjórneiningu vefjarins er smellt á 'Menu Manager' tengilinn í vistri valmynd, eða á 'Menus' og 'Menu Manager' tengil í efri valmynd.

 Menu Manager tengill í hliðarvalmynd

Menu Manager tengill í efri valmynd

 Þegar komið er inn í 'Menu Manager' birtist listi yfir þær valmyndir sem þegar hafa verið búnar til. Hægt er að breyta valmyndum með því að smella á valmyndartitla í listanum.

Til að búa til nýja valmynd er smellt á græna 'New' hnappinn í valmyndinni ofan við listann. Þá opnast eyðublað sem gefur kost á að setja inn titil (Title), valmyndartegund (Menu type) og lýsingu (Description). Hér er aðeins nauðsynlegt að setja inn titil og valmyndartegund en gott getur verið að hafa lýsingu með ef vefurinn kemur til með að bera margar valmyndir.

Menu Manager - listi yfir valmyndir

Menu Manager - innsetningareyðublað - óútfyllt

Menu Manager - innsetningareyðublað - útfyllt

 Þegar smellt er á 'Save & Close' hnappinn í valmyndinni ofan við eyðublaðið birtist valmyndalistinn aftur með nýju valmyndinni sýnilegri.

Menu Manager - valmyndalisti eftir breytingar