Valmyndir

Article Index

Um valmyndir

Valmyndir í Joomla geta þvælst svolítið fyrir þeim sem ekki þekkja kerfið. Valmyndir eru algjörlega sjálfstæð kerfiseining og til að birta valmynd þarf fyrst að búa valmyndina sjálfa til (í gegn um 'Menus' hluta vefjarins), svo þarf að búa til valmyndareiningu (í gegn um 'Module Manager') og gefa þeirri einingu staðsetningu á vefnum.

Ástæða þess að þessi leið er farin er sú að Joomla gerir ráð fyrir því að valmyndarstrúktúrinn geti orðið mjög flókinn og því þurfi að vera hægt að stýra því alveg niður í minnstu einingar, hvenær, og hvort valmyndir eru í birtingu og þá einnig hvar á vefnum þær birtast. Sem dæmi má nefna að notendavalmynd, sem inniheldur tengla fyrir innskráða notendur, má aðeins vera birt þegar notendur eru innskráðir. Annað dæmi er að hægt er að búa til valmynd sem er aldrei birt sjálf, en heldur utan um ýmsa innri og ytri tengla sem síðan eru birtir í öðrum kerfiseiningum, eða í greinum. Þannig er hægt að halda utan um slíka tengla á einum stað og breyta þeim þar í staðin fyrir að þurfa að breyta þeim í nokkrum greinum. Slík höndlun er einstaklega þægileg í Joomla þar sem kerfið gerir okkur kleift að 'tengja' beint í valmyndartengla úr greinum eða einingum.

Vinna með valmyndir í Joomla er einskorðuð við stjórnendur og því hefur ekki verið talin þörf á að gera notendum kleift að vinna með valmyndir í gegn um framenda kerfisins.


Að búa til valmynd

 Þegar notandi er innskráður í stjórneiningu vefjarins er smellt á 'Menu Manager' tengilinn í vistri valmynd, eða á 'Menus' og 'Menu Manager' tengil í efri valmynd.

 Menu Manager tengill í hliðarvalmynd

Menu Manager tengill í efri valmynd

 Þegar komið er inn í 'Menu Manager' birtist listi yfir þær valmyndir sem þegar hafa verið búnar til. Hægt er að breyta valmyndum með því að smella á valmyndartitla í listanum.

Til að búa til nýja valmynd er smellt á græna 'New' hnappinn í valmyndinni ofan við listann. Þá opnast eyðublað sem gefur kost á að setja inn titil (Title), valmyndartegund (Menu type) og lýsingu (Description). Hér er aðeins nauðsynlegt að setja inn titil og valmyndartegund en gott getur verið að hafa lýsingu með ef vefurinn kemur til með að bera margar valmyndir.

Menu Manager - listi yfir valmyndir

Menu Manager - innsetningareyðublað - óútfyllt

Menu Manager - innsetningareyðublað - útfyllt

 Þegar smellt er á 'Save & Close' hnappinn í valmyndinni ofan við eyðublaðið birtist valmyndalistinn aftur með nýju valmyndinni sýnilegri.

Menu Manager - valmyndalisti eftir breytingar


Að búa til valmyndareiningu (Module)

 


- Að búa til 'læsta' valmynd


- Að búa til valmyndartengil


-- Tengill á forsíðugreinar


-- Tengill á grein


-- Tengill á greinaflokk (blogg)


-- Tengill á greinaflokk (listi)


-- Tengill á matseðil


-- Tengill á dagatal (jCal)


-- Tengill á dagatal (Simple Calendar)


-- Tengill á dagatal (UTD dagatal)


-- Tengill á veftenglasafn


-- Tengill á tengilið (eyðublað)


-- Tengill á tengiliðalista (joomla)


-- Tengill á tengiliðalista (UTD Contacts)


-- Útvær tengill (vefur)


-- Útvær tengill (PDF)


-- Útvær tengill (iframe / Wrapper)