Tenging við valmynd

Hægt er að tengja greinar og greinaflokka við valmyndir á þægilegan máta. Þegar búið er að vista þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðkomandi grein eða greinaflokki birtist 'Add to menu' tengill í valmyndinni ofan við ritilinn.

add to menu takkinn

Þegar smellt er á þennan hnapp birtist lítill sprettigluggi sem gefur okkur kost á að velja nýja valmyndartenglinum nafn og yfirtengil.

sprettiglugginn 01

Hér notar kerfið nafn greinarinnar sem titil tengilsins (Menu Title) og kerfisauðkenni greinarinnar sem auðkenni tengilsins (Alias) en báðum þessum gildum er hægt að breyta ef þess er óskað.

'Parent Item' fellilistinn gefur okkur kost á að velja nýja tenglinum yfirtengil (þ.e. þann tengil sem þarf að smella á til að opna þá fellivalmynd sem nýji tengillinn tilheyrir).

sprettiglugginn 02

Þegar yfirtengill hefur verið valin er smellt á 'Save' hnappinn efst í glugganum, þá lokast sprettiglugginn og valmyndartengillinn er orðin virkur í valmyndinni.

sprettiglugginn 03

Þá er óhætt að loka greininni með 'Close' hnappnum, ef engar breytingar hafa verið gerðar á greininni frá síðustu vistun, eða 'Save and close' hnappnum ef breytingar hafa verið gerðar.

Close og Save and close

Ef verið er að vinna með greinaflokk bætist eitt skref við þetta ferli en þar þarf að velja um birtingarform greina innan greinaflokksins.

Articles Edit Category Joomlahjálp UTD Administration1

Hér er hægt að velja á milli 'Standard Category Layout' sem birtir titla greina innan flokksins í einföldum lista eða 'Category Blog Layout' sem birtir úrdrátt úr hverri grein. Sjálfgefin sýn er 'Standard Category Layout'.

Athugið að einungis notendur með stjórnendaaðgang (Administrator eða Super Admin) hafa heimildir til að búa til nýja valmyndartengla. Sjá nánar um notendahópa hér.