Notendur og notendahópar

Article Index

Sérsniðnir notendahópar

Joomla kerfið býður upp á að búa til sérsniðna notendahópa og gefa þeim hópum sértækan aðgang að greinaflokkum. Sem dæmi er hægt að búa til nýjan notendahóp undir 'Registered' hópnum, sem erfir þá öll réttindi frá þeim notendahóp (sem eru í raun engin nema að geta skoðað efni sem ætlað er innskráðum notendum). Síðan er hægt að búa til efnisflokk sem er í eigu þessa nýja notendahóps, þ.e. hægt er að gefa hópnum full skrifréttindi inn í einn (eða fleiri) efnisflokk. Þetta getur verið mjög þægilegt, til dæmis ef ætlunin er að leyfa nemendum skóla að sjá um fréttabirtingu á takmörkuðu svæði skólavefja.

Nýr notendahópur erfir réttindi frá þeim hóp sem hann er stofnaður undir. Sem dæmi má nefna að ef við viljum stofna notendahóp sem hefur skrifréttindi og rétt á að birta og taka efni úr birtingu þurfum við að búa notendahópinn til sem undirhóp undir 'Publisher' (Útgefendur) hópnum. Ef meiningin er að stofna notendahóp sem hefur aðeins aðgang að einum eða takmörkuðum fjölda efnisflokka er lang best að búa notendahópinn til sem undirhóp undir 'Registered' eða 'Innskráðir notendur' hópnum, til að koma í veg fyrir að nýji notendahópurinn erfi réttindi á alla efnisflokka og nota síðan stillingar þeirra efnisflokka sem við á til að ánafna nýja notendahópnum sértækum réttindum á viðkomandi efni. Eini notendahópurinn sem ekki er hægt að stofna undirhóp undir er 'Super Users' hópurinn, sem þegar hefur eins mikil réttindi og kerfið býður upp á.

Að búa til nýjan notendahóp

Smellt er á 'User Groups' tengilinn í valmyndinni vinstra megin við notendalistann.

Smellt er á 'User Groups' tengilinn

 

Þá opnast þetta einfalda eyðublað sem gefur okkur kost á að gefa nýja notendahópnum nafn og yfirhóp. Hafið í huga að nýji notendahópurinn erfir aðgangsréttindi yfirhópsins.

 Þegar smellt er á græna 'Save' takkann ofan við eyðublaðið vistast nýji notendahópurinn og við sjáum hópalistann uppfærðann.

Hópalistinn eftir breytingar