Notendur og notendahópar

Article Index

Að breyta notandaaðgangi hjá skráðum notanda

 Þegar við erum stödd í notendalistanum getum við smellt á notendanafn notanda til að opna viðkomandi notendaaðgang í ritham.

Notendalistinn - Hér er smellt á nafn notanda til að breyta aðgangi viðkomandi

 Ef meiningin er að færa nokkra notendur í einu á milli notendahópa, eða bæta þeim inn í notendahóp er hægt að haka framan við viðkomandi notendanöfn og smella á 'Batch' í valstikunni ofan við notendalistann. Þá opnast sprettigluggi sem gefur kost á að færa notendur, eða bæta þeim við notendahópa.

Hægt er að færa marga notendur í einu á milli notendahópa