Notendur og notendahópar

Article Index

Að nýskrá notanda

 Þegar komið er inn í 'User Manager' umhverfið blasir efri valmynd einingarinnar við. Hér er smellt á 'New' hnappinn til að komast í skráningareyðublað fyrir notendaskrángingu.

'User Manager' valmyndin

Í eyðublaðinu þarf einungis að fylla út eftirfarandi reiti:

  • Nafn (fullt nafn) notandans
  • Notandanafn (til innskráningar)
  • Lykilorð
  • Lykilorð aftur (til staðfestingar)
  • Netfang (athugið að ekki er hægt að skrá sama netfang á fleiri en einn notanda)

 Næst er smellt á 'Assigned User Groups' tengilinn sem er staðsettur efst í eyðublaðinu og þar ánöfnum við notandanum aðgangsréttindum.

Aðgangsréttindi eru valin undir 'Assigned User Groups' flipanum

Athugið að hægt er að skrá notandann í fleiri en einn notendahóp. Þessi virkni kemur sér afskaplega vel þegar verið er að vinna með sérútbúna notendahópa og stakir notendur þurfa að vera með réttindi á efni sem tilheyrir fleiri en einum notendahóp.

Þessu næst er smellt á 'Save & Close' hnappinn í valmyndinni ofan við eyðublaðið og þá er notandinn skráður.