Flokkar og undirflokkar

Article Index

Tungumál

Þegar unnið er með fjöltyngda vefi býður Joomla upp á afskaplega öfluga höndlun beint úr kassanum. Hægt er að merkja allt efni þeim tungumálum sem eru innsett á vefinn og stýra þannig hvaða efni er birt þegar vefurinn er skoðaður á því tungumáli sem valið er.

Til að hægt sé að flokka efni eða einingar eftir tungumálum þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

  • Fleiri en eitt tungumál er innsett á vefinn
  • Öll tungumál sem ætlunin er að nota eru skilgreind í stjórneiningu tungumála undir 'Extensions > Language Manager > Content'
  • System - Language Filter plugin er virkjað
  • System - Language Code plugin er virkjað

Hægra megin við greinaritilinn í stjórneiningu vefjarins er hægt að velja aðgangsheimild að efninu úr 'Language' fellilistanum. Sami reitur er aðgengilegur þegar unnið er með greinar í framenda vefjarins, undir 'Utgáfumöguleikar' flipanum en þessi stilling er aðgengileg fyrir allt efni, hvort sem um er að ræða greinar eða greinaflokka. Ef framendi vefjarins er á íslensku heitir þessi fellilisti 'Tungumál'.

Fellilisti til að velja tungumál