Flokkar og undirflokkar

Article Index

Aðgangsstýringar

 Hægt er að aðgangsstýra greinum og greinaflokkum eftir notendahópum. Í grunnin eru 4 stillingar á aðgangi að efni, en þær eru eftirfarandi:

  • Public: Efnið er ólæst og allir sem vafra um vefinn hafa óheftan aðgang að því.
  • Registered: Efnið krefst innskráningar en gestir þurfa ekki að hafa neinar skrifheimildir á vefinn til að geta skoðað efnið.
  • Special: Efnið krefst innskráningar og gestir þurfa að hafa skrifheimildir á vefinn til að geta skoðað það.
  • Super Users: Efnið er eingöngu ætlað stjórnendum.

Hægra megin við greinaritilinn í stjórneiningu vefjarins er hægt að velja aðgangsheimild að efninu úr 'Access' fellilistanum. Sami reitur er aðgengilegur þegar unnið er með greinar í framenda vefjarins, undir 'Utgáfumöguleikar' flipanum en þessi stilling er aðgengileg fyrir allt efni, hvort sem um er að ræða greinar eða greinaflokka. Ef framendi vefjarins er á íslensku heitir þessi fellilisti 'Aðgangsstýring'.

Fellilisti fyrir aðgangsstýringu efnis