Flokkar og undirflokkar

Article Index

Tög

Joomla notar svokölluð 'tög' (Tags) til að hópa saman greinum eða greinaflokkum sem eiga eitthvað sameiginlegt. Þannig er hægt að hópa saman efni, sem tilheyrir ólíkum greinaflokkum eftir tögum og birta lista yfir efni sem deilir tögum með því sem verið er að skoða á hverjum tíma til að auðvelda notandanum að finna greinar eða greinaflokka sem lúta að sama efni.

Hægra megin við greinaritilinn í stjórneiningu vefjarins er hægt að setja inn tög í 'Tags' reitinn. Sami reitur er aðgengilegur þegar unnið er með greinar í framenda vefjarins, undir 'Utgáfumöguleikar' flipanum en þessi stilling er aðgengileg fyrir allt efni, hvort sem um er að ræða greinar eða greinaflokka.

Hægt er að hópa efni saman með tögum