Flokkar og undirflokkar

Article Index

Að búa til greinaflokk

Vinna með greinaflokka er einskorðuð við aðgang að stjórneiningu Joomla kerfisins.Til að geta unnið með greinaflokka verður notandi því að vera útgáfustjóri, vefstjóri eða yfirstjórnandi (Manager, Administrator eða Super User).

Þegar notandi er innskráður í stjórneiningu kerfisins er hægt að nálgast stjórneiningu efnisflokka með tvennu móti. Á stjórnborðinu sjálfu er hægt að smella á 'Catagory Manager' táknið, en einnig er alltaf hægt að fara í efri valmyndina og smella á 'Catagory Manager' tengilinn undir 'Content' fellilistanum.

Tengill á efnisflokka í hliðarvalmynd
Tengill á efnisflokka í efri valmynd

 Þegar komið er inn í 'Catagory Manager' viðmótið hefur notandinn aðgang að þeim efnisflokkum sem til staðar eru auk þess að geta unnið með efnisflokka, en eftirfarandi möguleikar eru í boði í efri valmynd:

  • New: Gefur aðgang að ritilsviðmóti til að búa til nýjan efnisflokk.
  • Edit: Gefur aðgang að ritilsviðmóti til að breyta völdum efnisflokki. ATH að merkja þarf við efnisflokk í listanum áður en smellt er á þennan hnapp, en sama viðmót opnast líka ef smellt er á titil viðkomandi efnisflokks án þess að merkja við hann.
  • Publish: Birtir valda efnisflokka. ATH að merkja þarf við þá efnisflokka sem ætlunin er að setja í birtingu. Hægt er að merkja við ótakmarkað marga flokka og birta þá alla samtímis.
  • Unpublish: Tekur valda efnisflokka úr birtingu. ATH að merkja þarf við þá efnisflokka sem ætlunin er að taka úr birtingu. Hægt er að merkja við ótakmarkað marga flokka og taka þá alla úr birtingu samtímis.
  • Archive: Færir valda efnisflokka í 'eldra efni' eða 'archive'. Efnið er þá tekið úr birtingu og merkt sem eldra efni. Efninu er ekki eytt og hægt er að búa til valmyndartengil sem tengist beint inn á eldra efni í gegn um 'Archive' tengil. Efni sem er merkt sem eldra efni birtist ekki í greinasöfnum öðrum en þeim sem tilheyra eldra efni.
  • Check In: Fjarlægir ritlása af ritlæstu efni. Stundum kemur fyrir að notandi sem ætlar að vinna með efnisflokk fær 'timeout' á innskráningu (til dæmis vegna áríðandi símtals) og þá læsist það efni sem viðkomandi var að vinna með. Ef viðkomandi innskráir sig ekki aftur og fer inn í læsta efnið eða greinaflokkinn og fer út úr því með því að vista eða hætta við, getur stjórnandi farið inn síðar og tekið skriflása af með því að merkja við þá efnisflokka sem læstir eru og smella á þennan hnapp.
  • Trash: Hendir völdum flokkum í ruslið. ATH að ekki er hægt að henda efnisflokkum sem innihalda efni sem er merkt í birtingu. Einnig er gott að hafa í huga að hægt er að nálgast flokka í ruslafötunni í nokkurn tíma eftir að þeim er hennt.
  • Batch: Gefur kost á að vinna með marga efnisflokka í einu. Hér er til dæmis hægt að færa flokka undir einn flokk, vinna með aðgangsstýringar og tungumál, auk þess sem hægt er að gefa nokkrum flokkum í einu sameiginleg 'tög' til að flokka þá saman í leitarkerfi vefjarins.
  • Rebuild: Stöku sinnum kemur upp sú staða að gagnagrunnar frjósa eða að upp koma villur í gagnagrunni sem erfitt getur verið að lagfæra. Rebuild hnappurinn gefur kost á að senda skilgreiningar á efnisflokkum á gagnagrunninn til að lagfæra slíkar villur.

Stjórneining efnisflokka