Að tengja skjöl í greinar

Article Index

Joomla býður upp á ýmsar leiðir til skjalabirtinga og verður farið í þær aðferðir sem viðkoma ekki JCE ritlinum síðar.

Skjalumsýsluviðmót JCE ritilsins er mjög líkt myndumsýsluviðmótinu sem farið var í hér ofar. Tvær leiðir eru til að búa til skjaltengil. Fyrri aðferðin byggir á því að verið sé að búa til tengil úr texta sem er skrifaður inn í greinarritilinn, en seinni aðferðin byggir á því að verið sé að búa til textann eða tengilinn um leið og skjalið er tengt inn í greinina. Í báðum tilfellum er 'Insert/Edit File' hnappurinn notaður.

ritill insert file

 

ritill file manager