Að setja myndir í greinar

Article Index

JCE ritillinn er ansi öflugur þegar kemur að vinnslu með skjöl, ljósmyndir, myndbönd og hljóð. Með ritlinum fylgir skjalavinnslulausn sem gerir notandanum kleift að vinna með ýmis gögn á einfaldan og þægilegan máta í gegn um 'drag og drop' umhverfi. Hafa ber í huga að Internet Explorer 9 skilur ekki 'drag og drop' og því er notendum ráðlagt að nota einhvern annan vafra, til að nýta virknina sem kerfið býður upp á.

Til að vinna með myndir í grein er smellt á 'Insert/Edit Image' táknið sem lítur út eins og lítil mynd með stjörnu á. Ef verið er að nota vafra sem styður nýjustu vefstaðla opnast sprettigluggi sem ber heitið 'Image Manager Extended'. Þetta umhverfi gefur okkur kost á að vafra í gegn um þau gögn sem eru þegar til staðar á vefnum og velja mynd til innsetningar í grein, en einnig gefur umhverfið okkur kost á að búa til nýjar möppur, færa til möppur og skrár, hlaða upp nýjum skrám, klippa til og breyta myndum, skilgreina sprettiglugga fyrir myndir og fleira.

ritill insert image

ritill image manager