Að senda inn efni / grein

Article Index

http://www.joomlacontenteditor.net/

Í nýjustu útgáfu Joomla er búið að færa hina ýmsu möguleika ritilsins undir fjóra flipa. Sá fyrsti gefur aðgang að öllu sem nauðsynlegt er að fylla út en hinir þrír veita aðgang að öðrum valmöguleikum.

Þegar notandi þarf að setja inn nýja grein eða nýja frétt er smellt á viðkomandi tengil í valmyndinni. Heiti tenglana er ekki alveg samræmt en flestir heita þeir þó 'Að senda inn' og svo ýmist 'grein', 'frétt' eða 'efni'.
Þegar smellt er á þennan tengil birtist rithamur fyrir greinar.

framendi ritill

Rithamurinn inniheldur aðeins 2 reiti sem notandanum er skylt að fylla út. Það eru titill greinar, þ.e. efsti textareiturinn og efni greinarinnar, sem er stóri ritilkassinn sem er þriðji reitur ofanfrá. Ef efni á að tilheyra fyrirfram ákveðnum efnisflokk er flokkur valin úr vallistanum sem er næsti reitur neðan við efnisreitinn.

framendi ritill utgafa

Þegar þessir reitir hafa verið fylltir út er nóg að smella á 'Vista' hnappinn neðan við greinaritilinn til að vista og birta þessa nýju grein.

Athugið að þegar notandi opnar grein til vinnslu merkir kerfið greinina í notkun í gagnagrunni. Ef notandi hættir við að vista greinina og vill fara út úr greinaritlinum er nauðsynlegt að smella á 'Hætta við' hnappinn sem er við hliðina á 'Vista' hnappnum. Ef notandi fer út úr ritlinum á annan máta helst skriflásinn á greininni í kerfinu og engin annar notandi hefur kost á að vinna með viðkomandi grein, þar til skriflásinn hefur verið losaður handvirkt.

Tög: Joomla, efnisinnsetning, JCE ritill, Joomla ritill, efnisritill, innsetning efnis, innsetning greina, innsetning frétta