Að búa til tengla í greinar

Article Index

Að tengja í valmyndartengil

JCE ritillinn gerir okkur kleift að tengja tengla í grein beint við valmyndartengil sem þegar er til staðar á vefnum. Þetta getur verið gott að gera þegar nauðsynlegt er að halda virkni sem tengist tenglinum, til dæmis þegar ætlunin er að skoða myndasafn sem tekur það mikið pláss að nauðsynlegt er að láta viðbætur í hlið vefsins hverfa á meðan það er skoðað. Hægt er að nota þessa aðferð til að búa til hvort sem er textatengil eða myndrænan tengil.

  • Tengill er valin (texti litaður eða mynd merkt með því að smella á hana)
  • Smellt er á 'Insert/Edit link' hnappinn til að opna 'Insert/Edit link' gluggann
  • Smellt er á 'Menu' listann til að sjá valmyndir og valmyndartengla
  • Valmyndartengill er valin og smellt á 'Insert' hnappinn neðst

link to menu