Að búa til tengla í greinar

Article Index

Nokkrar leiðir eru til að tengja efni, hvort sem er innvært eða útvært. Tenglar í greinum geta verið af ýmsu tagi. Þeirra algengastir eru textatenglar og myndatenglar. Í báðum tilfellum er algengast að nota 'Insert/Edit link' hnappinn í JCE ritlinum.

Textatengill í grein er tengill sem er búin til með því að 'lita' texta og smella á 'Insert/Edit link' hnappinn en myndatengill er tengill sem er búin til með því að setja mynd inn í greinina og smellt á 'Insert/Edit link' hnappinn. Þegar unnið er með myndatengil er einnig hægt að hægrismella á myndina og velja 'Insert/Edit link' úr valmyndinni sem þá birtist. Framhaldið er þó alltaf eins og því verður einungis talað um texta- eða myndatengla sem tengla hér eftir.

ritill insert linkInsert / Edit Link hnappurinn

ritill insert text linkTexta breytt í tengil

ritill insert link dropMynd breytt í tengil

Ef ætlunin er að búa til tengil sem tengir í útværa heimasíðu er smellt á 'Insert / Edit link' táknið og í sprettiglugganum er slóðin sem ætlunin er að tengja í skráð í 'URL' reitinn. Gott er að breyta 'Target' gildinu í fellilistanum sem er staðsettur neðarlega í sprettiglugganum úr '--Not Set--' yfir í 'Open in new window'. Þessi aðgerð veldur því að þegar smellt er á tengilinn opnast efnið sem er tengt á hann í nýjum glugga eða flimpa og kemur í veg fyrir að notandanum sé 'hent út af' vefnum þínum þegar smellt er á tengilinn.

link to external


Að tengja í tengilið eða starfsmann í starfsmannalista

Það er óhætt að segja að JCE sé í raun það tæki sem gefur okkur fulla stjórn á gögnunum okkar. JCE gerir okkur kleift að tengja tengla í greinum við í rauninni hvað sem er á vefnum okkar. Þar eru tengiliðir, eða starfsmenn engin undantekning. Ef upplýsingar eru til staðar í 'Contacts' listanum okkar getum við búið okkur til tengil sem opnar upplýsingasíðu með póstsendingareyðublaði og skráðum upplýsingum um viðkomandi tengilið.

 • Tengill er valin (texti litaður eða mynd merkt með því að smella á hana)
 • Smellt er á 'Insert/Edit link' hnappinn til að opna 'Insert/Edit link' gluggann
 • Smellt er á 'Contacts' listann til að sjá alla skráða tengiliði
 • Tengiliður er valin og smellt á 'Insert' hnappinn neðst

Link to contact


Að tengja beint í aðra grein eða greinaflokk

Ef ætlunin er að búa til tengil sem opnar aðra grein, eða greinaflokk er aðferðafræðin nákvæmlega sú sama þar til búið er að opna 'Insert/Edit link' gluggann.

 • Tengill er valin (texti litaður eða mynd merkt með því að smella á hana)
 • Smellt er á 'Insert/Edit link' hnappinn til að opna 'Insert/Edit link' gluggann
 • Smellt er á 'Content' listann til að sjá greinar og greinaflokka
 • Grein eða greinaflokkur er valin og smellt á 'Insert' hnappinn neðst

Athugið að ef greinaflokkur er birtur á þennan máta birtist greinalisti (Catagory List). Ef ætlunin er að birta úrdrátt úr greinum (Blog Layout) er betra að búa til tengil í valmynd (sem getur verið falin) og tengja tengilinn í greininni í valmyndartengil í staðin.

link to content


Að tengja í valmyndartengil

JCE ritillinn gerir okkur kleift að tengja tengla í grein beint við valmyndartengil sem þegar er til staðar á vefnum. Þetta getur verið gott að gera þegar nauðsynlegt er að halda virkni sem tengist tenglinum, til dæmis þegar ætlunin er að skoða myndasafn sem tekur það mikið pláss að nauðsynlegt er að láta viðbætur í hlið vefsins hverfa á meðan það er skoðað. Hægt er að nota þessa aðferð til að búa til hvort sem er textatengil eða myndrænan tengil.

 • Tengill er valin (texti litaður eða mynd merkt með því að smella á hana)
 • Smellt er á 'Insert/Edit link' hnappinn til að opna 'Insert/Edit link' gluggann
 • Smellt er á 'Menu' listann til að sjá valmyndir og valmyndartengla
 • Valmyndartengill er valin og smellt á 'Insert' hnappinn neðst

link to menu


Að tengja í útværan tengil í tenglasafni

Enn einn möguleikinn í JCE ritlinum er að tengja tengil við útværan tengil í tenglasafni (Weblink). Aðferðafræðin er sú sama og áður þar til 'Insert/Edit link' glugginn hefur verið opnaður.

 • Tengill er valin (texti litaður eða mynd merkt með því að smella á hana)
 • Smellt er á 'Insert/Edit link' hnappinn til að opna 'Insert/Edit link' gluggann
 • Smellt er á 'Weblinks' listann til að sjá tengla og tenglaflokka
 • Tengill eða tenglaflokkur er valin og smellt á 'Insert' hnappinn neðst

 link to weblink