Að búa til tengla í greinar

Article Index

Nokkrar leiðir eru til að tengja efni, hvort sem er innvært eða útvært. Tenglar í greinum geta verið af ýmsu tagi. Þeirra algengastir eru textatenglar og myndatenglar. Í báðum tilfellum er algengast að nota 'Insert/Edit link' hnappinn í JCE ritlinum.

Textatengill í grein er tengill sem er búin til með því að 'lita' texta og smella á 'Insert/Edit link' hnappinn en myndatengill er tengill sem er búin til með því að setja mynd inn í greinina og smellt á 'Insert/Edit link' hnappinn. Þegar unnið er með myndatengil er einnig hægt að hægrismella á myndina og velja 'Insert/Edit link' úr valmyndinni sem þá birtist. Framhaldið er þó alltaf eins og því verður einungis talað um texta- eða myndatengla sem tengla hér eftir.

ritill insert linkInsert / Edit Link hnappurinn

ritill insert text linkTexta breytt í tengil

ritill insert link dropMynd breytt í tengil

Ef ætlunin er að búa til tengil sem tengir í útværa heimasíðu er smellt á 'Insert / Edit link' táknið og í sprettiglugganum er slóðin sem ætlunin er að tengja í skráð í 'URL' reitinn. Gott er að breyta 'Target' gildinu í fellilistanum sem er staðsettur neðarlega í sprettiglugganum úr '--Not Set--' yfir í 'Open in new window'. Þessi aðgerð veldur því að þegar smellt er á tengilinn opnast efnið sem er tengt á hann í nýjum glugga eða flimpa og kemur í veg fyrir að notandanum sé 'hent út af' vefnum þínum þegar smellt er á tengilinn.

link to external