Um JCE

Article Index

Allt frá því 2007 hefur Joomla Content Editor ritillinn, eða JCE verið lang vinsælasti greinaritillinn fyrir Joomla. JCE býður upp á afskaplega fjölbreytta virkni án endurgjalds, en allnokkrar viðbætur við ritilinn fást gegn vægu gjaldi.

Ritillinn sem fylgir Joomla kerfinu við uppsetningu heitir TinyMCE. Sá ritill er mjög góður til textavinnslu en er heldur takmarkaður þegar kemur að höndlun mynda og skjala.

TinyMCE - Ritillinn sem fylgir Joomla kerfinu

Við innsetningu JCE ritilsins bætast ýmsir þægilegir eiginleikar inn í kerfið, til dæmis:

 • Upphleðsla skráa og skjala í gegn um ritilviðmótið
 • Aðgengi að skjalasafni vefjarins og möppustrúktúr í gegn um ritilviðmótið
 • Möguleiki á að færa til möppur, myndir og skjöl í gegn um ritilinn
 • Litakóðun á forritunarkóða í kóðaham
 • Sjálfvirk túlkun á efni greinarinnar yfir í HTML4 eða HTML5 (stillanlegt í ritlinum)
 • Heilskjárhamur til að fullnýta vinnuplássið
 • Forsýningarhamur til að prófa virkni áður en greinin er birt
 • Ritvilluálfur (styður reyndar ekki íslensku enn sem komið er)
 • Hægt að prenta greinina úr ritli
 • Hægt að leita eftir texta inni í ritli
 • Hægt að flytja inn texta úr MS Word eða öðrum umbrotsforritum
 • Hægt að hreinsa upp 'óhreinan' kóða í grein með einum músarsmelli
 • Möguleiki á að 'slökkva á' ritlinum til að koma í veg fyrir að hann lagfæri eða breyti kóða
 • ... og margt margt fleira

JCE ritillinn í sinni einföldustu mynd

JCE ritilinn er hægt að birta í mismunandi útgáfum eftir því hvaða notendahópur á í hlut. Þannig er hægt að birta einfalt 'blogg' viðmót til þeirra notenda sem vinna með einfaldan texta á vefnum, á meðan þeir notendur sem vinna meira með myndir, skjöl og mynd- eða hljóðskrár geta fengið aðgang að þeirri virkni.


Viðbætur sem tengjast JCE

  Heiti Virkni
jce caption Caption Gefur kost á að setja undirmálstexta við myndir. Þessi hnappur er aðeins aðgengilegur þegar mynd er valin.
jce emotions Emotions Gefur notandanum kost á að nota broskalla í greinum og færslum
jce filemanager Filemanager Gefur notandanum kost á að hlaða upp og vinna með ýmis skjöl og tengja þau við texta í greinum, til dæmis PDF, Word og Excel skjöl
  Iframe Gerir notandanum kleift að 'innramma' efni í grein með 'iframe'. Þessi viðbót er sjálfvirk og tekur 'iframe' síun í ritlinum úr sambandi.
jce imagemanager ext Imagemanager extended Gefur aðgang að stóraukinni virkni til vinnu með myndir. Meðal þess sem hér bætist við er myndritill til að vinna með myndir eftir að þeim hefur verið hlaðið upp.
jce mediamanager Mediamanager Viðmót til að hlaða upp og vinna með hljóð- og myndskrár. Þessi viðbót birtir sjálfkrafa spilara fyrir nokkur algengustu mynd- og hljóðskrárformin.
  Popups Rokbox Gefur kost á að birta tengt efni í flottum sprettiglugga. Aðgangur að þessari viðbót er í gegn um 'Popup' flipa í 'Mediamanager', 'Imagemanager' eða þegar tengill er búin til með 'Insert / Edit Link' tákninu.
  Popups Widgetkit Gefur kost á að birta tengt efni í flottum sprettiglugga. Aðgangur að þessari viðbót er í gegn um 'Popup' flipa í 'Mediamanager', 'Imagemanager' eða þegar tengill er búin til með 'Insert / Edit Link' tákninu.
jce templatemanager Templatemanager Gefur kost á að búa til efnisþema fyrir greinar til að halda sama útliti á bak við vissa greinahópa, til dæmis forsíðugreinar, kynningar á starfsfólki, spurt og svarað eða bloggfærslur.