Að birta myndband eða hljóðskrá í grein
Article Index
Síða 1 af 3
JCE ritillinn inniheldur ansi öflugt tól til að vinna með hljóð og mynd. Þessi viðbót heitir 'Media Manager' og er byggð á sama grunni og skjala – og myndumsýslutólin og því ætti notandi að geta unnið með allar skráargerðir á sama, eða svipaðan máta.
Í greinaritlinum er smellt á 'Insert/Edit Media' táknið, sem lítur út eins og filmubútur. Við þetta opnast sprettigluggi, sem er hinn eiginlegi 'Media Manager'.Insert / Edit Media hnappurinn
'Media Manager' glugginn býður upp á nokkrar mismundandi leiðir til að 'spila' skrár. Hér er lang best, ef hægt er, að nota 'HTML5' spilara til afspilunar, þar sem hægt er að ábyrgjast að sá spilari virki í öllum spjaldtækjum.
Best er að velja 'HTML5' spilara til afspilunar.