Að setja myndir í greinar

Article Index

Að breyta mynd sem hefur verið hlaðið upp í kerfið

Ein af þeim viðbótum sem fylgir með keyptu viðbótinni 'Image Manager Extended' í JCE ritlinum er einfalt myndvinnsluforrit. Þegar smellt er á stjörnumerkta 'Insert/Edit Image' hnappinn opnast 'Image Manager Extended'.

JCE Insert edit image

 

Þar er hægt að vafra um skjalakerfi vefjarins og ef smellt er á mynd í skjalalistanum birtist táknaröð hægra megin í 'Image Manager Extended' glugganum.

JCE Insert edit image image editor 01

 

Þegar myndvinnsluhamurinn er opin eru algengustu myndvinnslumöguleikar innan seilingar, svo sem að stækka eða minnka mynd, skera af mynd, snúa mynd, auk þess sem 'Effects' flipinn gefur aðgang að nokkrum skemmtilegum 'filterum' sem hægt er að setja á myndir.

JCE Insert edit image image editor 02

JCE Insert edit image image editor 03

JCE Insert edit image image editor 04

JCE Insert edit image image editor 05

JCE Insert edit image image editor 06

 

Þegar öllum aðgerðum er lokið er síðan smellt á 'Save' hnappinn sem er neðst í ritilshamnum og myndin vistuð niður í kerfið.