Að setja myndir í greinar

Article Index

Einföld innsetning myndar sem þegar er til staðar í kerfinu

  • Í greinaritlinum er smellt á 'Image Manager Extended' táknið
  • Því næst er vafrað um skráasvæðið, að þeirri mynd sem ætlunin er að nota
  • Þegar myndin er valin (með því að smella á nafn hennar) birtist slóð á myndina í 'URL' reitnum sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum.
  • Ef nauðsynlegt er að klippa myndina til eða breyta stærð hennar er hægt að velja 'Edit Image' táknið sem birtist næst neðst í litlu táknavalmyndinni hægra megin í glugganum þegar myndin er valin.
  • Ef myndin er mjög stór er hægt að breyta birtingarformi hennar með því að skrifa æskilega stærð myndar í 'Dimensions' reitina sem eru þriðju ofan frá í 'Image Manager Extended' glugganum.
  • Ef textinn á að vefja sig um myndina (hægra eða vinstra megin við hana) þarf að velja gildi úr 'Alignment' listanum sem er neðan við 'Dimensions' reitina.
  • Ef óskað er að hafa aukið bil á milli myndar og texta er hægt að setja inn gildi í 'Margin' reitina sem eru neðan við 'Alignment' listann.
  • Ef óskað er að hafa litaðan borða utan um myndina er hægt að haka í 'Border' reitinn sem er neðan við 'Margin' reitina og velja síðan þykkt, stíl og lit úr reitunum sem tilheyra þessum valmöguleika.
  • Ef birtingarform myndarinnar er minnkað, en æskilegt er að notendur geti skoðað myndina í upprunalegri stærð er hægt að nota 'Popups' flipann sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum. Til að virkja sprettiglugga er nóg að afrita slóðina sem er í 'URL' reitnum efst í 'Image' flipanum (slóðina að myndinni sjálfri), smella á 'Popups', velja til dæmis 'Yootheme Widgetkit Lightbox' úr 'Popup Type' fellilistanum og líma afrituðu slóðina inn í 'URL' reitinn þar neðan við (ef slóðin birtist ekki sjálfkrafa, en sú virkni fer eftir því hvaða vafra er verið að nota).
  • Þegar notandinn er orðinn sáttur við myndbirtinguna er smellt á 'Insert' hnappinn neðst í 'Image Manager Extended' glugganum.