Að setja myndir í greinar

Article Index

JCE ritillinn er ansi öflugur þegar kemur að vinnslu með skjöl, ljósmyndir, myndbönd og hljóð. Með ritlinum fylgir skjalavinnslulausn sem gerir notandanum kleift að vinna með ýmis gögn á einfaldan og þægilegan máta í gegn um 'drag og drop' umhverfi. Hafa ber í huga að Internet Explorer 9 skilur ekki 'drag og drop' og því er notendum ráðlagt að nota einhvern annan vafra, til að nýta virknina sem kerfið býður upp á.

Til að vinna með myndir í grein er smellt á 'Insert/Edit Image' táknið sem lítur út eins og lítil mynd með stjörnu á. Ef verið er að nota vafra sem styður nýjustu vefstaðla opnast sprettigluggi sem ber heitið 'Image Manager Extended'. Þetta umhverfi gefur okkur kost á að vafra í gegn um þau gögn sem eru þegar til staðar á vefnum og velja mynd til innsetningar í grein, en einnig gefur umhverfið okkur kost á að búa til nýjar möppur, færa til möppur og skrár, hlaða upp nýjum skrám, klippa til og breyta myndum, skilgreina sprettiglugga fyrir myndir og fleira.

ritill insert image

ritill image manager


Einföld innsetning myndar sem þegar er til staðar í kerfinu

 • Í greinaritlinum er smellt á 'Image Manager Extended' táknið
 • Því næst er vafrað um skráasvæðið, að þeirri mynd sem ætlunin er að nota
 • Þegar myndin er valin (með því að smella á nafn hennar) birtist slóð á myndina í 'URL' reitnum sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum.
 • Ef nauðsynlegt er að klippa myndina til eða breyta stærð hennar er hægt að velja 'Edit Image' táknið sem birtist næst neðst í litlu táknavalmyndinni hægra megin í glugganum þegar myndin er valin.
 • Ef myndin er mjög stór er hægt að breyta birtingarformi hennar með því að skrifa æskilega stærð myndar í 'Dimensions' reitina sem eru þriðju ofan frá í 'Image Manager Extended' glugganum.
 • Ef textinn á að vefja sig um myndina (hægra eða vinstra megin við hana) þarf að velja gildi úr 'Alignment' listanum sem er neðan við 'Dimensions' reitina.
 • Ef óskað er að hafa aukið bil á milli myndar og texta er hægt að setja inn gildi í 'Margin' reitina sem eru neðan við 'Alignment' listann.
 • Ef óskað er að hafa litaðan borða utan um myndina er hægt að haka í 'Border' reitinn sem er neðan við 'Margin' reitina og velja síðan þykkt, stíl og lit úr reitunum sem tilheyra þessum valmöguleika.
 • Ef birtingarform myndarinnar er minnkað, en æskilegt er að notendur geti skoðað myndina í upprunalegri stærð er hægt að nota 'Popups' flipann sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum. Til að virkja sprettiglugga er nóg að afrita slóðina sem er í 'URL' reitnum efst í 'Image' flipanum (slóðina að myndinni sjálfri), smella á 'Popups', velja til dæmis 'Yootheme Widgetkit Lightbox' úr 'Popup Type' fellilistanum og líma afrituðu slóðina inn í 'URL' reitinn þar neðan við (ef slóðin birtist ekki sjálfkrafa, en sú virkni fer eftir því hvaða vafra er verið að nota).
 • Þegar notandinn er orðinn sáttur við myndbirtinguna er smellt á 'Insert' hnappinn neðst í 'Image Manager Extended' glugganum.

Innsetning mynda sem ekki eru þegar til staðar í kerfinu

 • Í greinaritlinum er smellt á 'Image Manager Extended' táknið
 • Því næst er vafrað um skráarsvæðið að þeirri möppu sem myndin, eða myndirnar eiga að fara inn í. Ef sú mappa er ekki til er vafrað í þá möppu sem á að innihalda nýju möppuna og smellt á 'New Folder' hnappinn sem er í táknaröðinni hægra megin fyrir miðju gluggans og nýja mappan búin til. Því næst er smellt á nýju möppuna til að opna hana.
 • Því næst er smellt á 'Upload' táknið sem er í litlu táknaröðinni fyrir miðju gluggans, hægra megin. Þá sprettur upp upphleðslugluggi sem gefur okkur kost á að 'draga og droppa' myndum inn á upphleðslusvæði (Athugið að þetta virkar ekki í Internet Explorer), en einnig er hægt að smella á 'Browse' hnappinn neðst í þessum glugga til að vafra um skráasvæði notandans og velja myndir. Þetta tól gefur okkur kost á að hlaða upp eins mörgum myndum og við viljum í einu. Þegar þær myndir sem við viljum hlaða upp eru birtar í listanum á litla gráa svæðinu smellum við á 'Upload' hnappinn neðst í þeim glugga.
 • Þegar upphleðslu er lokið þarf að smella á 'Close' hnappinn í glugganum þar sem tólið reiknar með að við gætum viljað hlaða upp fleiri myndum, nema við gefum annað til kynna.
 • Nú er myndin sem við viljum nota valin (með því að smella á nafn hennar), og þá birtist slóð á myndina í 'URL' reitnum sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum.
 • Ef nauðsynlegt er að klippa myndina til eða breyta stærð hennar er hægt að velja 'Edit Image' táknið sem birtist næst neðst í litlu táknavalmyndinni hægra megin í glugganum þegar myndin er valin.
 • Ef myndin er mjög stór er hægt að breyta birtingarformi hennar með því að skrifa æskilega stærð myndar í 'Dimensions' reitina sem eru þriðju ofan frá í 'Image Manager Extended' glugganum.
 • Ef textinn á að vefja sig um myndina (hægra eða vinstra megin við hana) þarf að velja gildi úr 'Alignment' listanum sem er neðan við 'Dimensions' reitina.
 • Ef óskað er að hafa aukið bil á milli myndar og texta er hægt að setja inn gildi í 'Margin' reitina sem eru neðan við 'Alignment' listann.
 • Ef óskað er að hafa litaðan borða utan um myndina er hægt að haka í 'Border' reitinn sem er neðan við 'Margin' reitina og velja síðan þykkt, stíl og lit úr reitunum sem tilheyra þessum valmöguleika.
 • Ef birtingarform myndarinnar er minnkað, en æskilegt er að notendur geti skoðað myndina í upprunalegri stærð er hægt að nota 'Popups' flipann sem er efst í 'Image Manager Extended' glugganum. Til að virkja sprettiglugga er nóg að afrita slóðina sem er í 'URL' reitnum efst í 'Image' flipanum (slóðina að myndinni sjálfri), smella á 'Popups', velja til dæmis 'Yootheme Widgetkit Lightbox' úr 'Popup Type' fellilistanum og líma afrituðu slóðina inn í 'URL' reitinn þar neðan við (ef slóðin birtist ekki sjálfkrafa, en sú virkni fer eftir því hvaða vafra er verið að nota).
 • Þegar notandinn er orðinn sáttur við myndbirtinguna er smellt á 'Insert' hnappinn neðst í 'Image Manager Extended' glugganum.

Að breyta mynd sem hefur verið hlaðið upp í kerfið

Ein af þeim viðbótum sem fylgir með keyptu viðbótinni 'Image Manager Extended' í JCE ritlinum er einfalt myndvinnsluforrit. Þegar smellt er á stjörnumerkta 'Insert/Edit Image' hnappinn opnast 'Image Manager Extended'.

JCE Insert edit image

 

Þar er hægt að vafra um skjalakerfi vefjarins og ef smellt er á mynd í skjalalistanum birtist táknaröð hægra megin í 'Image Manager Extended' glugganum.

JCE Insert edit image image editor 01

 

Þegar myndvinnsluhamurinn er opin eru algengustu myndvinnslumöguleikar innan seilingar, svo sem að stækka eða minnka mynd, skera af mynd, snúa mynd, auk þess sem 'Effects' flipinn gefur aðgang að nokkrum skemmtilegum 'filterum' sem hægt er að setja á myndir.

JCE Insert edit image image editor 02

JCE Insert edit image image editor 03

JCE Insert edit image image editor 04

JCE Insert edit image image editor 05

JCE Insert edit image image editor 06

 

Þegar öllum aðgerðum er lokið er síðan smellt á 'Save' hnappinn sem er neðst í ritilshamnum og myndin vistuð niður í kerfið.