Útgáfustýring á greinum
Í nýjustu útgáfum Joomla er boðið upp á útgáfustjórnun greina í framenda. Hægt er að 'endurvekja' eldri útgáfur þeirrar greinar sem verið er að vinna með með því að smella á 'Versions' hnappinn ofan við greinaritilinn.
Þegar smellt er á hnappinn birtist sprettigluggi sem gefur aðgang að breytingarsögu greinarinnar.