Að birta myndband eða hljóðskrá í grein

Article Index

Innsetning skráa sem ekki eru til staðar í kerfinu

  • Vafrað er um skráarsvæðið að þeirri möppu sem mynd-, eða hljóðskrárnar eiga að fara inn í. Ef sú mappa er ekki til er vafrað í þá möppu sem á að innihalda nýju möppuna og smellt á 'New Folder' hnappinn sem er í táknaröðinni hægra megin fyrir miðju gluggans og nýja mappan búin til. Því næst er smellt á nýju möppuna til að opna hana.
  • Því næst er smellt á 'Upload' táknið sem er í litlu táknaröðinni fyrir miðju gluggans, hægra megin. Þá sprettur upp upphleðslugluggi sem gefur okkur kost á að 'draga og droppa' skrám inn á upphleðslusvæði (Athugið að þetta virkar ekki í Internet Explorer), en einnig er hægt að smella á 'Browse' hnappinn neðst í þessum glugga til að vafra um skráasvæði notandans og velja skrár. Þetta tól gefur okkur kost á að hlaða upp eins mörgum skrám og við viljum í einu. Þegar þær skrár sem við viljum hlaða upp eru birtar í listanum á litla gráa svæðinu smellum við á 'Upload' hnappinn neðst í þeim glugga.
  • Þegar skránum hefur verið hlaðið upp er smellt á þá skrá sem meiningin er að tengja við spilarann. Þegar skráin hefur verið valin notar 'Media Manager' skráarendinguna til að ákvarða hvernig spilari skuli spila skrána. Við þetta breytist gildið í 'Media Type' listanum sem er efst í 'Media Manager' glugganum. Eins birtist slóðin á skrána í 'URL' glugganum sem er neðan við 'Media Type' listann
  • Hægt er að stilla hæð og breidd spilarans með því að breyta gildunum í 'Dimensions' reitunum neðan við 'URL' reitinn
  • Hægt er að hægri- eða vinstrijafna spilarann með því að velja úr 'Alignment' fellilistanum sem er neðan við 'Dimensions' reitinn
  • Hægt er að auka bil á milli spilara og texta með því að setja gildi í 'Margin' reitina neðan við 'Alignment' reitinn
  • Þegar notandinn er sáttur við birtingu spilarans er smellt á 'Insert' hnappinn, neðst í 'Media Manager' glugganum
  • ATH. að í sumum tilfellum gæti þurft að velja spilarann handvirkt. Til dæmis þegar verið er að vinna með '.webm' skrár. Kerfið nemur skráarendinguna sem hljóðskrá og vill því birta 'HTML5 Audio' spilara, en skráarendingin er notuð bæði á hljóð- og myndskeið. Ef um er að ræða myndskeið þarf að breyta spilarastillingunni í 'HTML5 Video'.

media man new folderNý mappa búin til með því að smella á 'New Folder' táknið

 

media man uploadUpphleðsluglugginn opnaður með því að smella á 'Upload' táknið

media man upload winUpphleðsluglugginn. Hingað er hægt að 'draga og sleppa' skrám til upphleðslu.

media man uploadingHægt er að hlaða upp mörgum skrám í einu og mismunandi skráagerðum.

Þegar upphleðslu skráa er lokið er smellt á 'Close' hnappinn í upphleðsluglugganum og smellt á þá skrá sem á að birta í greininni. Því næst er spilari valinn og hæð og breidd spilarans stillt.

media man playerÞegar skráin er valin birtist slóðin á hana í 'URL' reitnum

media man player selectÍ sumum tilfellum gæti þurft að velja spilara handvirkt. Yfirleitt er best að nota HTML5 spilara til afspilunar.

 Athugið að í ritham birtist margmiðlunarspilarinn aðeins sem gulur flötur eða jafnvel bara sem tákn. Hægt er að forskoða breytingar á greinum með því að smella á 'Preview' hnappinn. Þannig getum við séð hvort rétti spilarinn hefur verið valin.

ritill vid playerÍ ritham birtist spilarinn sem gulleitur flötur.

 ritill vid player previewGreinin er forskoðuð með því að smella á 'Preview' hnappinn