Að birta myndband eða hljóðskrá í grein

Article Index

Innsetning skráa sem þegar eru til staðar í kerfinu

  • Vafrað er að skránni í skráakerfinu og smellt á hana til að velja hana
  • Þegar skráin hefur verið valin notar 'Media Manager' skráarendinguna til að ákvarða hvernig spilari skuli spila skrána. Við þetta breytist gildið í 'Media Type' listanum sem er efst í 'Media Manager' glugganum. Eins birtist slóðin á skrána í 'URL' glugganum sem er neðan við 'Media Type' listann
  • Hægt er að stilla hæð og breidd spilarans með því að breyta gildunum í 'Dimensions' reitunum neðan við 'URL' reitinn
  • Hægt er að hægri- eða vinstrijafna spilarann með því að velja úr 'Alignment' fellilistanum sem er neðan við 'Dimensions' reitinn
  • Hægt er að auka bil á milli spilara og texta með því að setja gildi í 'Margin' reitina neðan við 'Alignment' reitinn
  • Þegar notandinn er sáttur við birtingu spilarans er smellt á 'Insert' hnappinn, neðst í 'Media Manager' glugganum

media man playerValin er skrá til afspilunar og spilari valin