Myndasöfn og myndasafnsflokkar

Article Index

Á síðustu 7 árum höfum við gengið í gegn um talsverðar breytingar í vefmálum og þar eru myndasafnsmál engin undantekning. Þær kröfur sem við gerum til myndasafnanna hjá okkur í dag eru einfaldar:

  • Myndasafnið verður að líta flott út
  • Hægt þarf að vera að hlaða upp mörgum myndum samtímis
  • Það verður að vera hægt að búa til nýja myndasafnsflokka á sem einfaldastan máta
  • Umsýsla með myndasafnið þarf að vera möguleg í gegn um framenda vefsins
  • Möguleiki á læstu myndasafni eða myndasafnsflokkum verður að vera til staðar
  • Auðvelt þarf að vera að draga myndir úr myndasafni inn í greinar
  • Aðvelt verður að vera að taka öryggisafrit af skráasvæðinu

Þau myndasöfn sem við notum í dag uppfylla öll þessi skilyrði og gott betur.