Almennar aðgerðir

Article Index

Innskráning í stjórneiningu

Allir vefir þurfa að hafa einhvern ábyrgðarmann, eða vefstjóra, sem hefur kost á og þekkingu til að sinna þeim verkefnum sem falla á notendur með 'meirapróf'. Undir verksvið slíkra notenda falla meðal annara eftirfarandi verkefni:

 

  • Að búa til nýja efnisflokka og breyta þeim
  • Að raða efnisflokkum undir aðra efnisflokka
  • Að búa til nýja tengiliði og breyta þeim
  • Að búa til tengiliðaflokka og breyta þeim
  • Að búa til nýja valmyndartengla og breyta þeim
  • Að búa til nýja notendaflokka og breyta þeim
  • Að skrá nýja notendur og breyta þeim
  • Að búa til nýja dagatalsflokka og breyta þeim
  • Að búa til nýjar valmyndir og breyta þeim
  • Að vinna með kubba í kerfinu (módúla)

 

Síðastnefndi valmöguleikinn er ekki sjálfgefinn. Ef allt er með felldu þarf ekki (eftir að vefur er komin í birtingu og uppsetningu hans er lokið) að fikta mikið í kubbakerfinu en þó er nauðsynlegt að hafa þennan möguleika til staðar til að þeir notendur sem treysta sér til geti 'bjargað sér' ef á þarf að halda.