Almennar aðgerðir

Article Index

Innskráning í framenda

Flestir notendur þurfa aðeins að geta sinnt grunn verkefnum á bak við vefinn. Þessir notendur þurfa að geta sinnt meðal annars eftirfarandi verkefnum:

  • Unnið með greinar (þ.e. breytt eða sett inn grein)

  • Unnið með myndasöfn og myndasafnsflokka
  • Sett inn nýjar vefkrækjur
  • Unnið með skjöl í skjalasafni
  • Unnið með matseðla
  • Unnið með viðburðadagatöl

Fyrir þessa notendur er yfirleitt nóg að nota innskráningu í framenda, þar sem allir þessir möguleikar eru til staðar fyrir 'framenda' notendur í Joomla. Stærsti kosturinn við þessa innskráningarleið er að flækjustigið gagnvart viðkomandi notanda er í lágmarki. Notandinn innskráir sig með þar til gerðu eyðublaði á vefnum og fær aðgang að valmynd sem inniheldur tengla sem vísa á framangreindar aðgerðir.