Að tengja skjöl í greinar

Article Index

Að búa til skjaltengil úr texta sem þegar er til staðar í grein

  • Textinn í greininni er 'litaður' eða 'blokkeraður' til að velja hann
  • Smellt er á 'Insert/Edit File' hnappinn, sem lítur út eins og skjal með hlekk ofan á (sjá mynd hér ofar), til að opna 'File Manager' gluggann
  • Ef skjalið er þegar til staðar inni á skráarsvæðinu er vafrað eftir því og það valið í 'File Manager' glugganum með því að tvísmella á nafn skjalsins. Við þetta opnast 'Confirm' sprettigluggi sem spyr hvort eigi að skipta út tengilstextanum fyrir skráarnafnið. Hér er smellt á 'No'. Þegar slóðin á skjalið er sýnileg í 'URL' glugganum efst í 'File Manager' glugganum er smellt á 'Insert' hnappinn neðst í 'File Manager' glugganum.

Ef skjalið er ekki til staðar á kerfinu er byrjað á að vafra í þá möppu sem ætlunin er að skjalið verði vistað í. Ef sú mappa er ekki til staðar þarf að búa hana til. Þá er byrjað á að vafra í þá möppu sem á að innihalda nýju möppuna og smellt á 'New Folder' hnappinn, sem er staðsettur hægra megin fyrir miðju í 'File Manager' glugganum og möppunafnið skráð. Því næst er smellt á nýju möppuna til að opna hana. Nú er hægt að hlaða skjalinu upp á skráarsvæðið með því að nota 'Upload' takkann sem er staðsettur hægra megin fyrir miðjum 'File Manager' glugganum, við hlið 'New Folder' hnappsins. Við þetta opnast nýr 'Upload' sprettigluggi sem gefur okkur kost á að 'draga og droppa' skjölum í upphleðslulista (athugið að þetta virkar ekki í Internet Explorer 9).

Einnig er hægt að smella á 'Browse' hnapp neðst í þessum glugga og velja skjöl til upphleðslu með því að vafra í skrár inni á tölvu notandans. Þegar öll skjöl sem á að hlaða upp eru komin í listann er smellt á 'Upload' hnappinn neðst í upphleðsluglugganum. Núna er hægt að velja skjalið eins og lýst er hér ofar.