Að senda inn efni / grein - Varnaðarorð varðandi innsetningu texta

Article Index

Varnaðarorð varðandi innsetningu texta

Þrátt fyrir að Joomla sé hannað til að vera eins einfalt í notkun fyrir hinn almenna notanda og mögulegt er, eru nokkrir hlutir sem við þurfum að hafa í huga þegar verið er að setja inn texta í greinar.

Að kópera og líma texta úr Word skjali getur verið hættulegt þar sem Word skjöl innihalda kóða sem er ekki vefvænn. Reyndar er svo að flestir vafrar geta birt þennan kóða, en Word kóði á til að valda því að greinin birtist 'tóm' í Internet Explorer. Joomla bregst við þessu með því að nota 'Paste as plain text' takka til að hreinsa allan óþarfa kóða úr texta sem verið er að líma inn.

paste as plain

Að breyta formi texta, þ.e. að stækka eða minnka letur, breyta leturgerð eða leturlit í greinaritlinum getur verið voðalega sætt, en slíkt 'brýtur' þá virkni sem vefurinn er að nota til að stækka og minnka letur (takkar til að sjóndaprir notendur geti stækkað letrið) og getur eins haft áhrif á þau forrit sem blindir og sjóndaprir nota til að 'lesa' efni síðunnar upphátt. Eins veldur þetta misræmi á milli greina hvað varðar útlit og því verður síðan fljótt 'sóðaleg'. Því ætti að forðast að nota þessa möguleika nema nauðsynlega þurfi á því að halda.

Tög: Joomla, efnisinnsetning, JCE ritill, Joomla ritill, efnisritill, innsetning efnis, innsetning greina, innsetning frétta