Að senda inn efni / grein - Aðrir innsetningarmöguleikar

Article Index

Aðrir innsetningarmöguleikar:

framendi ritill utgafa

Kerfisheiti: þetta er heitið sem kerfið notar til að auðkenna greinina í gagnagrunni. Kerfið gerir þetta sjálfkrafa með því að taka greinaheitið og skipta út öllum biltáknum fyrir undirstrik og öllum sértáknum fyrir venjuleg latnesk tákn. Þannig fengi tiltillinn 'Skíðaferð í Bláfjöll' kerfisheitið 'skidaferd_i_blafjoll'. Upp getur komið sú staða að við viljum 'neyða' greinina til að eiga annað kerfisheiti en kerfið vill gefa henni, til dæmis í þeim tilfellum þar sem önnur grein ber sama heiti. Þá er hægt að skrifa það heiti sem óskað er í kerfisheitisreitinn.

Dulnefni höfundar: Hér er átt við höfundarnafn eða það nafn sem höfundur vill birta við greinina ef nafn höfundar er birt. Hann Guðmundur Sigurðsson félagi minn er til dæmis alltaf kallaður Gummi Dundu. Ef hann myndi nota sitt raunverulega nafn við það efni sem hann setur inn myndi engin kannast við kauða. Hann setur því höfundarnafnið 'Gummi Dundu' í reitinn til að fólk viti hver samdi greinina.

Ástand: Hér er átt við birtingarástand greinarinnar. Greinin er sjálfgefið Birt en hægt er að velja eftirfarandi valkosti að auki:

  • Óbirt – Greinin dettur úr birtingu en er samt sem áður til staðar í kerfinu
  • Setja í geymslu – Greinin dettur út úr greinalistum og er sett í skjalasafn en er enn til staðar í kerfinu
  • Eyða – Greinin er flutt í ruslafötuna. Athugið að hægt er að nálgast greinina aftur í ruslafötunni eins lengi og ekki er búið að eyða út úr henni.

Aðalefni: Hér er valið hvort greinin er gerð til birtingar á forsíðu. Sjálfgefið val er 'Nei' en hægt er að velja '' þarna og þá verður greinin birt þegar smellt er á forsíðutengla, þ.e. ef viðkomandi forsíðutengill er að draga fram 'Frontpage Blog'.

Hefja birtingu: Hér er hægt að setja greininni tímamörk varðandi hvenær hún á að birtast. Þetta getur verið þægilegt ef verið er að setja inn tilkynningar sem eiga að birtast á ákveðnum tímapunkti.

Ljúka birtingu: Hér er hægt að setja greininni tímamörk varðandi hvenær hún á að detta úr birtingu. Þetta getur verið þægilegt ef unnið er með efni sem á að hverfa af vefnum á ákveðnum tímapunkti.

Aðgangsstýring: Hér er hægt að ráða hvort efnið er aðgengilegt almenningi eða ekki. Sjálfgefið val, 'Public', birtir efnið almenningi en að auki er hægt að velja 'Registered' sem birtir efnið þeim sem eru innskráðir en hafa ekki endilega rétt til að vinna með efni sjálfir og 'Special' sem birtir efnið aðeins þeim sem hafa efnisvinnsluréttindi á vefinn.

Tungumál: Hér er hægt að einskorða efnið við ákveðið tungumál. Þessi fellilisti birtir öll tiltæk tungumál í kerfinu. Þessi stýring er nauðsynleg þegar unnið er með 'fjöltyngda' vefi.

framendi ritill tungumal

Lýsigögn: Hér er hægt að setja inn lýsingu á efninu. Yfirleitt er um að ræða stuttar setningar sem lýsa umræðuefni greinarinnar. Þessar setningar eru notaðar til að 'hópa' saman greinum sem fjalla um sama, eða álíka efni í efnisleit. Athugið að þær lýsingar sem settar eru hérna inn nýtast einnig við leit í Google og öðrum leitarvélum og því getur verið mjög gott fyrir sýnileika vefjarins að nýta þennan möguleika.

Lykilorð: Hér er hægt að setja inn 'stikkorð' varðandi efnistök greinarinnar. Þessi stikkorð eru notuð til að hópa saman greinum sem innihalda sömu stikkorð í efnisleit. Athugið að þau lykilorð eða 'stikkorð' sem sett eru hérna inn nýtast einnig við leit í Google og öðrum leitarvélum og því getur verið mjög gott fyrir sýnileika vefjarins að nýta þennan möguleika.

framendi ritill lysiord

Tög: Joomla, efnisinnsetning, JCE ritill, Joomla ritill, efnisritill, innsetning efnis, innsetning greina, innsetning frétta