Hvað er Joomla?
Joomla er annað vinsælasta CMS kerfið á markaðnum í dag, á eftir WordPress, sem er vinsælasta bloggkerfið í notkun og er notað mjög víða (heimild:http://w3techs.com). Ástæður þess að Joomla hefur náð slíku forskoti á sína helstu keppinauta, Drupal, Magento og TypeO3 eru meðal annara:
- Joomla er nógu sveigjanlegt til að búa til einfaldar bloggsíður jafnt og stóra, efnismikla fyrirtækjavefi.
- Joomla er nógu notendavænt til að venjulegur notandi geti lært á það með því að fikta sig áfram í klukkutíma.
- Joomla er nógu öruggt til að hýsa viðkvæm gögn. Kerfið býður meðal annars upp á 2 þátta innskráningu (með SMS lykilkóðum) sem staðalbúnað í grunnkerfinu, sérsmíðað 'ReCaptcha' fyrir veflæg eyðublöð og 'UploadShield' lausn sem skannar þau gögn sem hlaðið er upp á vefinn í gegn um greinaritil, til að minnka 'malware' sýkingarhættu.
- Joomla er gert til að líta vel út á farsímum og spjaldtölvum, jafnt og tölvuskjám. Grunnkerfið er byggt með CSS3 og Bootstrap.
- Joomla er haldið úti af öflugu samfélagi áhugafólks og hefur aldrei verið tengt hagsmunum fyrirtækja eða ríkisstjórna. Joomla er að því við best vitum, eina CMS kerfið á topp 10 listanum sem getur státað sig af því að vera algerlega frjálst og óháð.
- Joomla státar af ótrúlegum fjölda viðbóta (yfir 8000) og útlitsstíla (yfir 4500 ókeypis og enn fleiri keypt).
Meðal verðlauna sem Joomla hefur unnið til eru:
- Linux & Open Source Awards in London Best Linux / Open Source Project - 2005
- Packt Open Source Awards [1] - Best Open Source CMS - 2006
- UK Linux & Open Source Awards Best Linux / Open Source Project - 2006
- Packt Open Source Awards - Best PHP Open Source CMS - 2007
- Packt Open Source Awards - Open Source CMS Most Valued Person - Personal award Johan Janssens - 2008
- Packt Open Source Awards - 1st Runner-up Best Open Source CMS - 2008
- Packt Open Source Awards - 1st Runner-up Best Overall Open Source CMS - 2008
- Packt Open Source Awards - Open Source CMS Most Valued Person - Personal award Louis Landry - 2009
- Packt Open Source Awards - 1st Runner-up Packt Hall of Fame CMS - 2009
- Packt Open Source Awards - 2nd Runner-up Best Open Source CMS - 2009
- Packt Open Source Awards - 2nd Runner-up Hall of Fame CMS - 2010
- Packt Open Source Awards - Best Open Source CMS - 2011
- Infoworld Bossie Awards - Best Open Source Application - 2012
- CMS Critic People's Choice Awards - Best Open Source PHP CMS - 2014
- CMS Critic People's Choice Awards - Best Free CMS - 2015
- CMS Critic People's Choice Awards - Best Free CMS - 2016
- CMS Critic People's Choice Awards - Best Free CMS - 2017
- CMS Critic People's Choice Awards - Best Free CMS - 2018
Tög: Joomla, Um joomla, Hvað er Joomla